Skemmtilegur skottúr í sumarbústaðinn

Í dag fórum við í skemmtilegan skottúr upp í Borgarfjörð að kíkja á sumarbústaðinn okkar, sem ófært hefur verið að talsverðan hluta vetrarins. Enn eru þar skaflar á veginum, en allt vel fært jeppum alla vega.  Allt var í himnalagi uppi í bústað, hafði reyndar verið tékkað á honum fyrr í vetur þegar góður kafli komi í veðráttuna, svo það kom ekki á óvart. Hins vegar alveg merkilegt hvað það grípur okkur mikil værð og notalegheit um leið og komið er þangað.

Fallegur dagur í Borgarfirði í dag eins og þessar myndir sýna:

Falleg fjallasýn í Borgarfirðinum í dag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alltaf fallegt að horfa upp með Gljúfurá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segi það enn og aftur Anna mín, þið eruð öfundsverð af að eiga bústað í þessari fallegu sveit.  Til hamingju með það.

Yndislegar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Linda litla

Þið eigið sumarbústað á fallegum stað sé ég, það er yndislegt að vera úti í náttúrunni með myndavél, þetta er grenilega staður til þess.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 30.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er sælureitur, mágkona mín sagði þegar við ætluðum að byggja bústað: - Hvort viljið þið útsýni eða skjól? - Hvort tveggja, svaraði ég. Og það tókst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.3.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Linda litla

Frábært, ekki er verra að hafa skjól líka hehehe en það munar svakalega miklu að hafa fallegt útsýni þegar maður er í sumarbústað.

Linda litla, 30.3.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gott hjá ykkur. Var látið renna í heita pottinn?  Vildi að ég ætti svona sælureit, en svo er 'Alftanesið líka afskaplega fallegt

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.3.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bíðum ekki mikið lengur með að láta renna í heita pottinn, hann verður á fullu þegar þið komið til landsins, Erna. Það er að verða óhætt (veðursins vegna) að vera með vatnið á stöðugt. Lengi vel hélt ég að ég myndi ekki vilja bústað af því Álftanesið er svo fallegt, en það er eins og við endurnýjum alla orku með því að fara upp i bústað, jafnvel skottúr skilar okkur endurnærðum. En Linda, ef við hefðum þurft að velja milli útsýnisins og skjólsins, þá hefðum við valið útsýnið, ekki spurning.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.3.2008 kl. 23:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband