Passíusálmur númer 51 og stjórnarskráin
22.3.2008 | 02:45
Viđ sátum hérna fyrr í kvöld, Ari minn og Gurrí vinkona og vorum ađ rifja upp Passíusálm númer 51 eftir Stein Steinarr. Mikiđ rosalega er ţađ nú alltaf skemmtilegur kveđskapur. Fyrir ykkur sem ekki muniđ eftir ţessu ljóđi ţá byrjar ţađ á ţessum frábćru línum (eftir minni):
Á Valhúsahćđinni er veriđ ađ krossfesta mann
og fólkiđ tekur sér far međ strćtisvagninum til ađ horfa á hann ...
Ţađ er svo gaman ađ rekast á skemmtilegan kveđskap. Svo komu systur mínar og tveir vinir til viđbótar og mikiđ veriđ ađ pćla og skođa, hlusta og spjalla, rétt í lokin sagđi Elísabet systir ađ ţađ vćri búiđ ađ semja tónlist viđ stjórnarskrána. Mér fannst ţađ auđvitađ snilld og ćtlađi varla ađ ná ţví hvernig ţađ hefđi getađ fariđ framhjá mér, sem er eiginlega forfallinn ađdáandi nútímatónlistar, ekki síst íslensku tónskáldanna. Alin upp í tímum hjá Atla Heimi í Menntó og bý núna viđ ţann lúxus ađ hafa hér mörg bestu tónskáld landsins hér í sveitinni minni (sem er víst orđin bćr) hér á Álftanesi. Og auđvitađ var ţetta héđan af svćđinu, tónlist eftir Karólínu sem býr hérna í götunni (og hefur samiđ mikiđ af tónlist sem ég er hrifin af) og međal flytjenda eru Ingibjörg Guđjónsdóttir, sem er alveg rosalega góđ söngkona og svo Tinna dóttir Karólínu. Hmmmm, ég verđ greinilega ađ fylgjast betur međ og ná ađ hlusta á ţetta verk. Sé ekki ađ verkiđ hafi verđ flutt annars stađar en á Akureyri og í tengslum viđ listviđburđ (sýningu) ţar. Stutt síđan ég heyrđi mjög flott verk eftir Karólínu viđ annan svolítiđ óvenjulegan texta: Njólu, heimspeki- og eiginlega heimslýsingarrit eftir Björn Gunnlaugsson (sem var kennari í Bessastađaskóla) og ţá var ţađ einmitt Ingibjörg sem söng, mjög flott verk.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 23.3.2008 kl. 04:09 | Facebook
Athugasemdir
Ţađ hlýtur ađ vera upplifun ađ heyra lagiđ viđ stjórnarskrána.
Steinn Steinarr; minn uppáhalds.
Páskakveđjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 10:27
Hvernig er svo stjórnarskráar lagiđ ?
Linda litla, 22.3.2008 kl. 11:33
... var einmitt ađ lesa klassískt ljóđ eftir Stein... ţađ komast fáir međ tćrnar ţar sem hann hafđi hćlana... Halldór Laxness var reyndar frábćrt ljóđskáld... og jafnvel betri ţar heldur en í skáldsögunum... hann hefur bara lítiđ veriđ í umrćđunni ţegar talađ er um ljóđskáld...
Brattur, 22.3.2008 kl. 13:32
Sammála um ađ Halldór hafi veriđ skemmtilegri sem ljóđskáld en skáldsagnahöfundur, hvort tveggja gott reyndar. En Steinn, hann er sér á parti. Núna er ég alveg ólm ađ heyra stjórnarskrárlagiđ, var ekki á Akureyri 15. mars ţannig ađ nú er bara ađ fylgjast međ og vona ađ ţetta verđi ekki eini flutningurinn. Ef ţiđ viljiđ heyra hvernig tónskáld Karólína er ţá bendi ég á ţennan link: tonverk.kontra.org
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.3.2008 kl. 18:08
hann er alveg frábćr, ćtla ađ kíkja á ţetta ljóđ í dag. ég man eftir ţví, en ekki öllu.
Blessi ţig í Ljósi
steina
Steinunn Helga Sigurđardóttir, 23.3.2008 kl. 09:03