Skrefið inn á Facebook

Netheimar eru víðfeðmir. Var að skrá mig á Facebook núna rétt áðan, gott að geta skoðað myndir sem eru þar til dæmis, og svo er þetta greinilega eðlilegt næsta skref. Svo kemur bara í ljós hvernig ég nota þetta í framtíðinni. Greinilega ýmsir sem ég þekki skráðir þarna, það er ekki verra, sé hvenrig undirtektirnar verða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef kíkt inn á facebook, mér finnst það alveg hrikalegt kerfi..
Þetta hérna mbl blog er mikið betur upp sett

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er bara einhver allt annar heimur, geri þetta aðallega til að vera með aðgang að myndum, Svo sér maður bara til.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.3.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

facebook virkar frekar ruglingslegt til að byrja með. svo þegar maður kemst yfir það, er þetta bara skemmtilegt. fullt af fólki, rugli og bulli (meint á jákvæðan hátt).

Brjánn Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jamm, strax að detta inn fullt af liði, Robbie frændi á Nýja Sjálandi og fleiri komnir í vinahópinn. Fínt mál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.3.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Aðgang að hvernig myndum?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef vinir mínir á Facebook eru með myndasöfn þá get ég bæði skoðað myndir hjá þeim og þeir geta líka merkt myndir sem þeir vilja sérstaklega að ég skoði. Mjög fínt mál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.3.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Linda litla

Ég er nú skráð þarna, veit bara ekki til hvers hehhehhe

Linda litla, 16.3.2008 kl. 21:05

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég vissi ekki af því kerfinu, allt of flókið fyrir mig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held að þetta venjist vel, eins og hvað annað. Hins vegar alltaf spurning hvað hver og einn notar svona samskiptaheim.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.3.2008 kl. 21:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband