Er eitthvað að fara að gerast í framtíðarlausnum?

Þessi litla frétt um brauristar á rafknúnum segulbrautum eru smá vísbending um að verið sé að finna lausnir sem eru ekki bundnar við þennan litla, venjulega, kassa sem þankagangur um lausnir í umferðarmálum er yfirleitt bundinn við. Hver veit nema einhvers staðar leynist lausn sem hentar lítilli borg með fullkominn flugvöll í 50 km fjarlægð sem gjarnan vill losa byggingarland undan innanlandsflugvelli án þess að rústa innanlandsflugið? Lausnin þarf að felast í ódýrum, öruggum og hraðskreiðum faratækjum sem taka lítið land undir umferðarmannvirki. Draumurinn væri auðvitað að hægt væri að leigja sér svona brauðrist fyrir sig, fjölskylduna og farangurinn og renna sér eftir ísi lögðum (öruggum) segulbrautum til Keflavíkur. Mér dettur ísinn í hug af því þar væri hægt að ná hraða og nýta sér hálkuna sem hvort sem er angrar alla vegi ótrúlegan stóran hluta ársins. Allar heiðarlegar framtíðarmyndir (nema þessar bölsýnu sem virðast vera í meirihluta) hafa boðið upp á miklu fullkomnari tækni en þá sem við nú búum við. Lýsi eftir fleiri hugmyndum því allt hefst jú á hugmyndum og það þarf ekki nema ein af þúsund að vera raunsæ til að hægt sé að komast áfram á þróunarbrautinni.
mbl.is Á flugvöllinn í fjarstýrðu hylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orkuveitustarfsfólkið gerði náttúrulega sitt til að "auglýsa" fararmáta framtíðarinnar með að láta manninn  mæta í vinnuna á rafmagnsbíl í nýja tónlistarmyndbandinu sínu: http://www.youtube.com/watch?v=X0zD59sre2A

Bragi Þór Valsson 19.12.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er auðvitað snilldarmyndband, við mæðgurnar lágum í hlátri yfir því í gærkvöldi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.12.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kannski þetta sé lausnin, frú Anna:

http://www.flixxy.com/tiny-car-review.htm

Sigurður Hreiðar, 19.12.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er skemmtileg mynd, en ég er enn að hugsa um umferðaröryggið og ... nei, ekki alveg að virka á því sviði. Svo þarf eiginlega að setja í hann bakkgír ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.12.2007 kl. 20:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband