Forđist pestina og saga af tveimur miđbćjum, grćnum og gráum

Ţá er ţađ ljóst, pestinni tókst ađ hafa af mér annađ prófiđ, sem ég ţarf ţá ađ taka í janúar. Ekki alveg ţađ sem ég hafđi ćtlađ mér, en úr ţví sem komiđ er var ţađ svo sem orđiđ nokkuđ ljóst. Ţannig ađ ég bendi ykkur hinum bara á ađ vara ykkur á pestinni sem gengur. Trúđi ţví svona mátulega á laugardaginn ţegar mér var sagt ađ fólk vćri upp í 14 daga ađ losna viđ hana. Trúi ţví betur núna og finnst frekar lélegt. En alla vega ţá fór ég til heimilislćknisins í dag og veit ađ ég er ađ gera allt rétt, eftir ţví sem ţađ er hćgt.

Tveir miđbćir eru mér ofarlega í huga núna, sá nýi sem á ađ fara ađ byggja hér á Álftanesi, lágreist byggđ og grćnn miđbćr og svo ţví sem mér sýnist enn og aftur vera ađ gerast í Reykjavík (ef ekki verđur gripiđ í taumana, leyfi mér ađ binda vonir viđ nýja meirihlutann) ađ ţađ eigi ađ gera enn eina atlöguna ađ lágreistu byggđinni ţar og ţeim sjarma sem Laugavegurinn hefur yfir sér, og reyna ađ gera hann gráan og háan í stađinn. Ţar sem ég er fćdd og uppalin til fimm ára aldurs í miđbćnum í Reykjavík, ţannig ađ ég lćrđi ţessi orđ í réttri röđ: Mamma, pabbi og Víííssssiiiiirrr! ţá hef ég alltaf taugar til gamla miđbćjarins okkar allra, Íslendinga. Reykjavík er nefnilega höfuđborg okkar allra og eins gott ađ hún fái ađ halda sjarma sínum. Ţrátt fyrir óhóflegan svefn í ţessari pest, ţá náđi ég brotum úr kvöldfréttum ţar sem Íslendingur búsettur í Barcelona er kominn í baráttuna gegn niđurrifi gamalla húsa í Reykjavík. Fór í fyrsta sinn til Barcelona nú í haust og ţađ er borg sem hefur gert mikiđ úr sínum menningartúrisma, einmitt út á gömul hús. Enginn sálarlaus miđbćr ţar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband