One með Johnny Cash

Johnny Cash léttir ýmsum lífið og ég á mér ákveðið uppáhaldslag með honum sem hélt mér í góðum gír í próflestrinum (ásamt ýmsu öðru) áður en pestin lagði mig að velli. Leyfi fleirum að njóta, en ekki vænta mikilla tilþrifa myndrænt séð:

 



Kostur að þekkja U2 útgáfuna til samanburðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

þetta lag...............-Er frábært! takk fyrir að deila þessu ;o)

Vignir, 17.12.2007 kl. 01:28

2 Smámynd: Vendetta

Eitt bezta lag sem Johnny Cash hefur sungið er án efa Sunday Morning Coming Down. Það nær alveg stemmningunni sem lýsir hvað sunnudagar geta verið einmanalegir.

Lag og ljóð eru eftir annan góðan söngvara og lagasmið, Kris Kristofferson. En Johnny Cash syngur (söng) það betur en Kris.

Vendetta, 17.12.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Þórarinn Jóhann Kristjánsson

Johnny Cash er hreint magnaður.  Hef hlustað á hann í mörg ár.  Takk.  En svona okkar á milli, hvernig setur þú youtube eða önnur hljóð/mynd bönd á bloggið.  Þú gætir kannski sent mér það í pósti, tjk.iceland@gmail.com Þórarinn Kristjánsson 

Þórarinn Jóhann Kristjánsson, 17.12.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, Johnny Cash er alveg einstakur. Sunday Morning Coming Down, annað sunnudagslag, ég var með Lazy Sunday Afternoon(-a) um daginn og fannst ÞAÐ lýsa sunnudeginum svo vel. Þarf að sækja þetta og hlusta betur á textann, þekki lagið en kann ekki textann. Búin að senda línu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.12.2007 kl. 01:19

5 identicon

Þetta er yndislegt lag og frábær flutningur  - Johnny Cash er einn af þessum sem hefur unnið á hjá mér með hverju árinu (trúi samt ekki að það séu ellimerki, frekar þroskamerki, já, definetly þroskamerki )

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.12.2007 kl. 22:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband