Borgir sem byrja á B-um og vinnutarnir
31.10.2007 | 13:25
Skrýtiđ hvađ fjölskyldan er sjálfri sér samkvćm í einu og öllu. Eins og allir séu ađ fara til einhverra B-borga. Elísabet systir nýkomin frá Berlín, Síví mágkona nýbúin ađ vera í Bejing og Belfast og ég nýkomin frá Budapest og á leiđinni til Barcelona - og međ hverjum? Auđvitađ allri tengdafjölskyldunni. Nína systir flýgur til Bandaríkjanna um jólin (nei ég veit ađ Bandaríkin eru ekki borg!) og ég var auđvitađ viss um ađ hún flygi um Boston, en nei, nei, auđvitađ flýgur hún um Baltimore, nema hvađ (!). Ég efast ekki um ađ ég sé ađ gleyma einhverju. Ţetta er svona eins og um áriđ ţegar viđ fórum í búđ og keyptum ekkert nema ţađ sem byrjađi á k-i, eins og rakiđ hefur veriđ víđar hér í bloggheimum.
Nú er álagstoppur í ýmsum verkefnum hjá mér. Svo mikiđ ađ gera í skóla og vinnu ađ ég kemst ekki í tíma en er sest viđ tölvuna klukkan hálf níu ađ morgni ţessa dagana. Er ađ gera áćtlanir vegna tveggja stórra verkefna sem bćđi eru framundan og svo verđ ég međ fyrirlestur í stćrđfrćđikúrsi í nćstu viku. Mikiđ rosalega er ég fegin ađ hafa sagt upp fastavinnunni minni, ţau verkefni sem ég hefđi annars ţurft ađ vísa frá mér eru hreinlega of góđ til ađ ég megi til ţess hugsa ađ missa af ţeim. Á seinustu árum hef ég stundum hugsađ til ţess međ söknuđi ţegar ég hef ţurft ađ segja nei viđ allt of spennandi verkefnum og ţetta var bara dćmi sem ekki gekk upp.
Athugasemdir
Ertu ađ taka ferđlög á stafrófiđ kona. Ţá sést nú ekki mikiđ af ţér á nćstunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 16:54
Góđ hugmynd, tek hana til athugunar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2007 kl. 17:00