Eitt sinn sagnfræðingur, ávallt sagnfræðingur

Þrátt fyrir næstum sjö ár í hugbúnaðarbransanum, sem ég er mjög skotin í, þá eru þessar tvær vikur sem ég hef nánast eingöngu helgað mig sagnfræðinni (og næstu sjö vikur á undan þegar ég var að reyna að sinna sagnfræðinni ásamt námi og 69% starfi) eins konar deja vu. Það er eins og ég hafi aldrei hætt, enda hætti ég víst aldrei alveg. Að setjast aftur í fallega lessalinn í þjóðdeildinni í Þjóðarbókhlöðunni, þar sem vatnið gárast rétt utan við gluggann - flott bygging hjá Manferð - og fletta í skjölum, gömlum blöðum og skýrslum, fara á efri hæðirnar og spæjast svolítið í héraðssögum og ævisögum og sitja svo í tölvunni heima og pússla saman myndefni og máli, þetta er bara gaman.

Sem sagt, Sandgerðissagan er að verða að bók. Það sem er búið að vera allt of lengi bara handriti í hillu og myndir í kössum og umslögum verður vonandi bara virkilega skemmtileg bók fyrir marga að lesa.

Svo er bara svo margt að gerast í sagnfræðinni, margar hugmyndir, draumar og fjör.

En það er reyndar talsvert af draumum mínum varðandi þróun tölvutækninnar sem ég á eftir að hrinda í framkvæmd, engin spurning, hér og þar, þessar hugmyndir eru kannski ekki nema riss í bók og pikk í tölvu en þeirra tími mun koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska það að halda til í Þjóðarbókhlöðunni, leigði herbergi þar í fyrravetur og tók vinnutarnir í rannsókninni minni. Það er eitthvað voðalega gott við þessa byggingu. Gangi þér vel.  Með mér vinna tveir sagnfræðingar. Ég fæ örugglega að glugga í bókina hjá þeim þegar hún kemur út ef ég fjárfesti þá ekki bara í henni sjálf.

Anna Ólafsdóttir (anno) 30.10.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gamla Landsbókasafnið var ljúft, en Þjóðarbókhlaðan er enn betri. Það eru annars mikil forréttindi að hafa vinnu af því að skrifa á sviði sagnfræðinnar. Bókin ætti að vera tilbúin til útgáfu í vor.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2007 kl. 13:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband