Volgt sódavatn og vinnutími

Eitt af ţví sem ég hlakkađi til í nýja free-lance lífinu mínu var ađ geta hagađ vinnutíma mínum ađ hentugleikum. Var ţví heldur hissa í gćr ţegar ég var sest viđ tölvuna og farin ađ vinna kl. 9 um morgun. Í ljósi spakmćlisins ,,Sá sem ekki getur sofiđ til hádegis hefur slćma samvisku" komst ég auđvitađ ađ ţví ađ ástćđan var sú ađ ég var búin ađ setja á mig sjálfskipađa dead-line í lok dagsins fyrir ákveđinn hluta ţess verkefnis sem ég er ađallega ađ vinna í núna. Ţannig ađ allt var ţetta laukrétt.

AimagesAnnađ sem kom mér á óvart var ađ sódavatniđ mitt góđa, sem húkti inn í ísskáp, hreyfđist ekki. Svo tók ég ţađ úr ísskápnum og eftir smá hlýnun ţá drakk ég ţađ af bestu lyst. Ţannig ađ sennilega ţykir mér ţađ betra volgt. Hins vegar stendur klakavélin alltaf fyrir sínu og ófá klakavatnsglösin sem hafa veriđ drukkin ađ undanförnu.

Núna er ég komin í meira sannfćrandi fasa, svaf međ góđri samvisku til hádegis og drolla eflaust yfir verkefnum frameftir nóttu. Fína vinnuađstađan mín uppi er ekki komin í gagniđ, ţađ kostar smá tíma ađ setja hana upp, og hann hef ég ekki eins og sakir standa, enda fer ágćtlega um mig í stofunni međ tónlist í eyrum, vel varin fyrir umhverfishljóđum, fjölskyldumeđlimir í kring, Hanna á msn og horfi ekki á annađ í sjónvarpinu en House.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Ohhh, missti af House í gćr, mun bćta mér ţađ upp í endursýningu í kvöld! Gaman ađ fá fréttir af ţér og ađ samviskan skuli vera svona hrein! heheheheh! Ćtla ađ sjá hvort ég geti ekki sofiđ til hádegis á morgun ... smápróf.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 19:30

2 identicon

Ég er í framhaldsţáttastraffi, annars hangi ég of mikiđ viđ sjónvarpiđ. House fćr ekki ađ vera međ. Ég er ţannig međ drykkina ađ mér er yfirleitt sama um hitastigiđ. Ég get t.d. drukkiđ kaffi á hvađa hitastigi sem er nema helst ekki sjóđandi heitt. ég fíla volgt sódavatn

Anna Ólafsdóttir (anno) 27.10.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

gangi ţér vel međ ađ vera free-lance !

AlheimsLjós til ţín

steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 27.10.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, ég er ţegar farin ađ detta í gamla free-lance gírinn, ţótt ţađ séu nćstum átta ár síđan ég var seinast af ráđi ađ vinna free-lance. Sem yfir-kisa í kaffimálum ţá er kaffiđ mitt núna ađ bíđa eftir ţví ađ komast ,,niđur" í rétt hitastig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ţađ vćri áreiđanlega snjallt ađ fara í framhaldsţáttabindindi, sú var tíđin ađ ég horfđi nánast ekkert á sjónvarp og auđvitađ hafđi ég meiri tíma ţá. Friends-serían fór međal annars nánast framhjá mér flest árin, en hef skemmt mér ágćtlega yfir ţćtti og ţćtti í endursýningu og sömuleiđis DVD birgđum sem eru til í fjölskyldunni. Ţótt ég horfi ekki mikiđ á sjónvarp, ţá brást ţetta bindindi alveg ţegar ég uppgötvađi Ally McBeal og síđar ţegar sólarhringsmaraţon kynnti mig fyrir 24.

Síđan hef ég orđiđ húkkt á nokkrum seríum og bíđ spennt eftir nćsta skammti af 24, eins og ţćgur fíkill sem veit ađ skammturinn er ekki góđur en mjög langţráđur. Ćtla ekki ađ láta platast enn og aftur yfir Prison Break (segi ég núna) en hins vegar harma ég ţađ ađ hafa ekki uppgötvađ Grey's anatomy (sem Gurrí skrifar upp á ensku, öfunda hana af kjarkinum) fyrr. Bćti ţađ upp. House hefur aldrei orđiđ fastur liđur, en ég elska hann samt og á slatta af óskođuđum ţáttum í tölvunni sem ég geymi til seinni tíma. Lá eitt sinn veik í nćstum 7 vikur og var svo illa haldin ađ ég horfđi bara á heilalausar unglingamyndir en stefni ađ ţví ef ég veikist aftur ađ hafa alla vega heilabú fyrir House.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2007 kl. 15:10

6 identicon

Mér sýnist hér ađ upp sé runninn tími játninga hjá konum.  Er ekki best ađ slást í hópinn og játa ađ ég hef aldrei séđ heilan ţátt međ House, Grey's Anatomy, Ally McBeal, Prison Break, 24, Friends, Ađţrengdar eiginkonur, Oprah Winfrey, Soprano, ađ ekki sé minnst á alla framhaldsţćttina sem ég veit ekki hvađ heita. Ţekki ţessi nöfn bara af afspurn.  Svo er ţađ spurning hvort kona telst vera viđrćđuhćf eftir ađ hafa upplýst ţetta.

Helga 28.10.2007 kl. 15:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband