Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skemmtileg ferð og fleiri hliðar
24.10.2007 | 21:09
Það eru fleiri hliðar á nýliðinni ferð en þær sem ég hef rakið. Hér er smá myndasyrpa á aðeins persónulegri nótum:
Kirkjan í garðinum á sunnudagsmorguninn þegar farið var í leiðangur til að reyna að hafa upp á tiltekinni skáldastyttu.
Alltaf gaman að ferðast í lest, ekki síst í góðum félagsskap, við spiluðum rommí báðar leiðir og skildum held ég bara sæmilega sáttar.
Öll þessi fallegu hús!
Sum eru bleikari en önnur ;-)
Næstum ein á Hetjutorginu, það átti eftir að breytast.
Fleiri myndir eru komnar í sér albúm, njótið vel.
Flokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Beint: Flokkarnir ræða umhverfis- og loftslagsmál
- Ekki vandamál að vera karlmaður
- Ásmundur: Styð að við bætum kjör og aðbúnað kennara
- Snorri hjólar í Ríkisútvarpið
- Segir sig úr Viðreisn: Komið illa fram við mig
- Dvalið í 46 húsum í nótt
- Vandræðagangur á ferðamönnum
- Raforka til garðyrkju hækkar um 25%
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
Athugasemdir
Setti inn leiðréttingu á einni mynd hjá þér. Myndin er ekki af Deri museum... Þetta er hitt safnið á Hetjutorgi...
Takk æðislega fyrir frábæra heimsókn. Er í skýjunum...
Stórt knús til allra heima... Taki þeir til sín sem eiga... :)
Jóhanna 24.10.2007 kl. 21:59
Frábærar myndir. Mikið hefur þetta verið góð ferð. Knús frá einni í önnum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:49
Sömuleiðis, í annars konar önnum ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2007 kl. 23:05
Þið mæðgur "skilduð sæmilega sáttar"! Hver tapaði?
Annars flottar myndir. Langar í ferðalag.
Helga 25.10.2007 kl. 16:04
Æðislegar myndir. EN ég hef aldrei séð svona bleikt hús gat ekki annað en velt fyrir mér hvort svona afgerandi litir hefðu ekki áhrif á heilabúið í manni, ... og þá hvernig???
Anna Ólafsdóttir (anno) 25.10.2007 kl. 17:40
Við unnum báðar (Hanna á leiðinni TIL Budapest og ég á leiðinni til baka FRÁ Budapest til Debrecen).
Bleik hús, hmmm það var eitt miklu bleikara á Hauganesi fyrir svona 10 árum, á góða mynd af því. Og þér er hér með boðið á bleikhúsasýninguna mína, hvenær sem ég dríf nú í að halda hana. The Pink House Project ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.10.2007 kl. 21:34
Svona eiga mæðgur að vera: Deila jafnt tapi og sigri!
Rosalega líst mér vel á bleikhúsasýningu!
Svona í lokin, kíktu hvort þú hafir ekki fengið SMS frá mér í dag.
Helga 25.10.2007 kl. 22:57
Sms-ið kom greinilega á meðan ég var ekki við hliðina á símanum (sem er þó hér við hliðina á mér og fer með mér í Þjóðarbókhlöðuna þegar þarf). Reyndi að svara en veit ekki hvort þú fékkst svarið, en það var á þessa leið: ,,Hmm, fer eftir því hvað ég verð dugleg í dag." Ég setti mér nefnilega skilafrest á ákveðnum verkefnum á þriðjudag, og ef ég er dugleg í dag verður helgin sæmilega auðveld, annars ekki. Annað er skólaverkefni og hitt varðar Sandgerðissöguna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.10.2007 kl. 13:52