Fallega Debrecen í 20 stiga hita

Seinustu tveir dagar hafa farið í að nota góða veðrið (sem er að baki í bili) og rölta um Debrecen, þessa fallegu borgí í hausthlýjunni, njóta þess að vera saman, lukum snögglega við að kaupa það sem var á innkaupalistanum (stuttur og markviss) í fyrradag þannig að í gær var meira rölt, langur dagur í skólanum hjá Hönnu, og auk þess sat ég við stærðfræðina fram eftir degi. Eftir að Hanna var laus úr tímum fórum við á Deri listasafnið, sem er lista- og þjóðminjasafn í bland. Flottar sýningar, einkum risastór, dramatísk málverk ungversk málara með flókið MM nafn, sem ég mun áreiðanlega lesa meira um. Svo fórum við á asískan veitingastað sem var mjög skemmtilegur. Nú er veðrið lakara, 10 stiga hiti gola (hér kallað rok) og rigning, stærðfræðin kallar og svo skal haldið á da Vinci sýningu sem er hér í borg. Um helgina förum við til Budapest, langþráður draumur beggja um að sigla að kvöldlagi á Dóná skal rætast nú. Svo bara heim á mánudaginn. Skrýtið, hvað tíminn líður fljótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:30

2 identicon

Smá kveðja til þín fyrir ferðina heim á morgun og ósk um góða ferð. En þegar þú ert annars vegar þá er það spurning hvaða ævintýri skýtur upp kollinum!  Bestu kveðjur til Hönnu.

Helga 21.10.2007 kl. 17:30

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.10.2007 kl. 00:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband