Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fallega Debrecen í 20 stiga hita
19.10.2007 | 08:27
Seinustu tveir dagar hafa farið í að nota góða veðrið (sem er að baki í bili) og rölta um Debrecen, þessa fallegu borgí í hausthlýjunni, njóta þess að vera saman, lukum snögglega við að kaupa það sem var á innkaupalistanum (stuttur og markviss) í fyrradag þannig að í gær var meira rölt, langur dagur í skólanum hjá Hönnu, og auk þess sat ég við stærðfræðina fram eftir degi. Eftir að Hanna var laus úr tímum fórum við á Deri listasafnið, sem er lista- og þjóðminjasafn í bland. Flottar sýningar, einkum risastór, dramatísk málverk ungversk málara með flókið MM nafn, sem ég mun áreiðanlega lesa meira um. Svo fórum við á asískan veitingastað sem var mjög skemmtilegur. Nú er veðrið lakara, 10 stiga hiti gola (hér kallað rok) og rigning, stærðfræðin kallar og svo skal haldið á da Vinci sýningu sem er hér í borg. Um helgina förum við til Budapest, langþráður draumur beggja um að sigla að kvöldlagi á Dóná skal rætast nú. Svo bara heim á mánudaginn. Skrýtið, hvað tíminn líður fljótt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sunnudagur til sælu fyrir þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:30
Smá kveðja til þín fyrir ferðina heim á morgun og ósk um góða ferð. En þegar þú ert annars vegar þá er það spurning hvaða ævintýri skýtur upp kollinum! Bestu kveðjur til Hönnu.
Helga 21.10.2007 kl. 17:30
Takk, takk.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.10.2007 kl. 00:18