Spurning um orsök og afleiđingu

Rannsóknir á borđ viđ ţessa í matreiđslu fréttamiđla eru líklega meira skemmtiefni en fróđleikur. Fyrir utan aldurssamsetningu ýmissa hópa ţá má spyrja: Eru ţađ mismunandi manngerđir sem fara á fćtur á mismunandi tíma, er meira álag eđa streita á hinum árrisulu? Ţađ er alltaf veriđ ađ skipta fólki í A og B fólk eftir eđlilegum fótaferđartíma (ég skilgreini mig sem C) en í nútímasamfélagi geta flestir litlu um ráđiđ hvenćr ţeir ţurfa ađ fara á fćtur. Mér finnst alltaf svolítiđ skrýtiđ hversu niđurnjörvađ samfélag okkar er gagnvart klukkunni og lít á ţađ sem frelsiskerđingu. Kannski er ţađ fólkiđ sem neyđist til ađ fara á fćtur snemma en vill ţađ ekki sem fćr hjartaáföllin. Ef til vill er öllum ţessum spurningum svarađ í rannsókninn sjálfri (grunar ţó ađ svo sé ekki) en vangaveltur um svefn og svefntíma eru alltaf áhugaverđar svo framarlega sem ekki er veriđ ađ hengja sig í ađ nú sé búiđ ađ finna stórasannleika enn einu sinni. Og ađ lokum einn sem eignađur er einum Reykjavíkurspekingunum (Púlla) frá miđbiki seinustu aldar: Sá sem ekki getur sofiđ til hádegis hefur slćma samvisku.
mbl.is Óhollt fyrir hjartađ ađ fara snemma á fćtur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverđar pćlingar hjá ţér nafna. Ég er frekar heppin ađ ţví leyti ađ ég get svona ađ hluta til ráđiđ ţví hvar álagiđ á deginum lendir. Ef ég vil fara rólega af stađ hef ég oftast svigrúm til ţess og vinn ţá lengur frameftir í stađinn. Hitt hef ég prófađ líka, t.d. ţegar ég kenndi í grunnskóla. Ég ćtla ekki ađ líkja ţví saman hvađ ég finn fyrir minni streitu núna heldur en ţá. Ég held ađ fleiri fyrirtćki mćttu velta ţví fyrir sér hvort ţađ sé ekki ávinningur af ţví ađ hafa vinnutímann sveigjanlegri ţar sem ţađ er á annađ borđ mögulegt. Annars finnst mér hann assgg... góđur ţessi frá miđri síđustu öld, gćti svo sem alveg eins átt viđ ţessa öld líka 

Anna Ólafsdóttir (anno) 8.9.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég held ađ ţađ sé ekki spurning ađ hugleiđsla ađ morgni, í hádeginu og ađ kveldi fái mann til ţess ađ njóta dagsins betur.  Ţađ fćrir manni dýrmćtan aukakraft til ţess ađ njóta lífsins gćđa betur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Af og til á lífsleiđinni hef ég unniđ sjálfstćtt og ţađ eru vissulega forréttindi ađ ráđa sínum vinnu- og svefntíma. Sem betur fer hafa störfin mín undanfarin átta ár líka gefiđ fćri á talsverđum sveigjanleika og ţađ er auđvitađ engin spurning ađ líđanin er betri en ţegar tilveran snerist um ađ vera komin á ákveđinn stađ á ákveđinni stund, en ţetta búa svo margir viđ, sumir vegna eđli starfsins og ţađ er hćgt ađ virđa. Ađrir hreinlega vegna skilningsleysis eđa ósveigjanleika atvinnurekenda. Einhvern tíma lagđi ég fram mál á ţíngi sem vörđuđu annars vegar styttingu vinnutíma án launaskerđingar og hins vegar sveigjanlegan vinnutíma. Ekki fengu ţau kannski langa umrćđu, en ţó ţokkalega góđa. Vona ađ einhverjir taki upp ţráđinn og verđi betur ágengt.  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2007 kl. 22:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband