Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Páll Vilhjálmsson í ham
8.9.2007 | 15:15
Ég skemmti mér stórkostlega yfir nýjasta pistli Páls Vilhjálmssonar hér á blogginu, þar sem hann bendir á röksemdafátækt ESB sinna og leggur til smá framlag í þann sjóð (Rökfátæktarsjóðinn). Lesið bloggið hans Palla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Las þetta í morgun, algjör snilld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 15:38
Að venju gott innlegg hjá Páli. En finnst fleirum en mér.. ja, grátlegt, fyndið, súrrealískt eða e-ð enn annað að RÚV skuli fá mann með fínan titil (forstöðumaður Evrópufræðaseturs) til að fræða fólk um að auðveldara er gera verðsamanburð ef verð er gefið upp í sama gjaldmiðli. Ég spyr nú bara, hvað telst vera almannaþekking ef þetta er sérfræðiþekking? Svo lofaði forstöðumaðurinn mér og ykkur hinum að matarverð muni lækka umtalsvert. Ég vil gjarnan geta sótt verðmuninn til hans, gangi þetta loforð ekki eftir.
Helga 8.9.2007 kl. 16:06
Margt má deila um ESB og ýmis rök má færa á móti. En það er algjör fásinna að halda því fram að ESB sinnar færi engin rök fyrir sínu máli. Hér er til dæmis greinarstúfur sem ég skrifaði í sumar. Það er kannski ekki allt rétt í þessu - en rökin eru þarna:
"Ég sé að heima er deilt um orð Olli Rehn um að innganga Íslands í Evrópusambandið væri lítið mál. Ég sé ekki betur en að þetta sé alveg rétt hjá manninum. Skoðum þetta aðeins:
Ísland er velferðarríki að norrænni fyrirmynd með blönduðu hagkerfi. Við höfum fylgt Vestur-Evrópuríkjum að málum allar götur síðan lýðveldið var stofnað. Það er ekkert í samfélagsgerðinni sem tefur inngöngu, ekki heldur neinar syndir sem þarf að gera upp.
Við þyrftum að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Við myndum taka upp evruna að því ferli loknu. Það verður léttir að losna við krónuna.
Vegna hefðarréttar bendir fátt til þess að við þyrftum að hleypa evrópskum flotum inn í landhelgina til fiskveiða. Þess ber að geta að íslensk skip eru nú þegar að veiðum um víða veröld.
Röksemdin að hér sé önnur hagsveifla en í ESB er dauð.
Ekkert bendir til að ESB breytist í evrópskt ofurríki. Til þess eru aðildarríkin of mörg og ólík.
Við myndum ekki taka upp evrópskt atvinnuleysi. Innan ESB eru nú 27 ríki, æði misjöfn. Lönd eins og Finnland, Írland og Lúxemburg standa afar vel. Í Þýskalandi er mikill uppgangur sem og víða í Evrópu.
Með EES samningnum erum við komin langleiðina inn í ESB.
Innganga væri sennilega góð fyrir landbúnaðinn íslenska og hinar dreifðu byggðir sem standa höllum fæti.
Þau rök að ESB sé skriffinskubákn standast ekki alveg. Þvert á móti hefur sambandið frekar fáa starfsmenn miðað við umfang.
Eftir brottför Bandaríkjahers hafa tengslin okkar vesturyfir haf veikst til muna. Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjunum lengur.
Evrópusambandið byggir meðal annars á þeirri hugmynd að félagsleg velferð skipti máli. Íslendingar aðhyllast upp til hópa þetta viðhorf. ESB er mótvægi við bandaríska módelið og hinn grimma kapítalisma sem tíðkast í Suðaustur-Asíu.
Því má ekki gleyma að ESB er í aðra röndina friðarbandalag sem hefur notað aukin viðskiptatengsl til að tryggja frið í Evrópu í áratugi. Það er mjög merkilegt hvernig sambandið hefur boðið ríki Austur-Evrópu velkomin undanfarin ár. Spurning hvort við eigum að standa utan þessa?
Sagan hefur sýnt að að svona alþjóðasamningar hafa ævinlega verið Íslendingum til góðs – samanber inngönguna í NATO, EFTA og EES.
Ef Ísland færi inn í ESB ættum við að styðja aðild Tyrklands.
Það er engin ástæða til að ætla að þetta yrðu flóknar samningaviðræður – að minnsta kosti ekki miðað við inngöngu þjóða eins og Póllands, Rúmeníu og Kýpur."
kv Egill Helgason
Egill Helgason, 8.9.2007 kl. 17:21
Þakka athugasemdirnar ykkar. Það er margt áhugavert í því sem þú segir Egill og hér er kominn vísir að þeirri umræðu sem ég sakna oft um Evrópusambandið. Ég ætla að finna mér góðan tíma til að svara þér og kannski erum við sammála um eitthvað af því sem þú segir, ég er nefnilega á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna ókosta sambandsins ekki vegna góðra hugsjóna sem ég efast ekki um að margir bera í brjósti og vilja að Evrópusambandið standi fyrir. Svara betur fljótlega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2007 kl. 20:35