INNNflutningsannríki

INNN, hugbúnaðarfyrirtækið sem ég hef unnið hjá í hálft annað ár, var að flytja eftir sameiningu við Eskil og að undanförnu hefur verið mikið annríki hjá okkur. En í dag var sem sagt flutt á Lynghálsinn og búin að vera svolítið geggjuð innflutningsstemmning hjá okkur, þrátt fyrir að flutningafyrirtæki sæi um kassa og húsgagnaburð.  

Hálf lúin eftir erilssama viku, þar sem flutningarnir bætast ofan á venjulega, daglega vinnu. Ekki bætir úr skák að ég er enn í 100% starfi en 30% skólinn minn er byrjaður. Fleira í bígerð og fleira að baki, en ég vona samt að næsta vika verði ekki alveg eins kræf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband