Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ljúf fjölskylduhelgi í bústaðnum
20.8.2007 | 00:58
Mikið áttum við ljúfa fjölskylduhelgi í sumarbústaðnum. Í gær vorum við Ari tvö þar og nutum veðurblíðunnar en í dag komu yfir 30 ættingjar, mest úr föðurfjölskyldunni, í heimsókn til að halda mini-ættarmót. Hanna mín á förum aftur til Ungverjalands á morgun þannig að við vorum bæði að kveðja hana og heilsa uppá þá sem voru á landinu, Helgu frænku, Susse og Gitte og Nínu systur sem er nýflutt heim til Íslands. Guðmundur vinur okkar leit líka við á leiðinni norður og allir voru að pæla fram og til baka hver væri búin að fá sér nýjan mann ;-) þar til við því miður þurftum endilega að leiðrétta misskilninginn.
Helga frænka sem býr í París
Nína systir, nýflutt frá Bandaríkjunum
Anna bloggari
Nana frænka, ljósmóðir og ánægð með úrslit keppninnar um fegursta orð íslenskrar tungu
Hjördís frænka, hestakona með meiru
Mestallt liðið á pallinum við bústaðinn okkar, einhverjir týndust í berjamó.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
glæsilegur hópur og ekki virðist útsýnið amalegt !
ég skil vel að þú sért glöð að systir þín sem flutt frá bandaríkj. og heim, hef svona þefað það á fyrri færslum !
dóttir mín og fjölskylda eru að flytja hingað í litla bæinn minn um miðjan september og ég hlakka mikið mikið til !
það er gott að hafa allavega einhverja fjölskyldumeðlimi ekki of langt í burtu !
AlheimsLjós til þín og þinna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 06:18
Sannarlega rétt til getið að heimkoma Nínu systur hefur verið sérstakt gleðiefni okkar allra. Hún hefur búið mestan hluta ævinnar erlendis, en finnst samt að hún sé að koma heim núna. Ekki spillir að við h-fum svipuð áhugamál og stundum er grínast með að við séum að finna ,,hinn tvíburann" þótt 3 ár séu á milli. Samgleðst þér, Steina, vegna dóttur þínnar og fjölskyldu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.8.2007 kl. 09:02