Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ljósmóðir tekur forystu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á lokadegi kosningarinnar
30.7.2007 | 09:21
Ljósmóðir tekur forystu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á lokadegi kosningarinnar. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld, mánudaginn 30. ágúst.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta er skemmtileg samkeppni um fallegasta orðið og hefur orðið til þess að ég velti meira fyrir mér hvaða orð og orðatiltæki eru falleg og hvers vegna mér finnst þau falleg. Þetta er svona svipuð tilfinning og þegar ég var einu sinni á raddbeitingarnámskeiði hjá Nínu Björk skáldkonu og hún vakti athygli okkar á heitum og köldum orðum. Síðan hef ég fundið hitann og kuldann frá orðum.
Annars væri sniðugt líka að hafa samkeppni um fallegasta orðasambandið/orðatiltækið. Ég myndi þá leggja til "á öldum ljósvakans", það finnst mér skáldlegt og fallegt um tæknimiðla.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.7.2007 kl. 12:07
Fyndið að þú skulir nefna þetta, Salvör, því það var einmitt verið að spyrja mig í dag hvort þetta væri samkeppni orða eða orðasambanda. Það er nokkuð ljóst að áhuginn á íslenskri tungu er mikill og þátttakan í þessari keppni er framar mínum bestu vonum. Ég hlakka líka verulega til að fara að vinna úr öllu því efni sem hefur rekið á fjörur mínar í þessari skemmtilegu umræðu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 18:11
Nú hækkar % hjá Dalalæðu nokkuð ört með kvöldinu.
En athyglisvert er að fyrir nokkrum mín. var Ljósmóðir kominn í 25% en er núna í 24,8%.
Nú er gaman þegar % poppar bæði upp og niður .
Björg Guðjónsdóttir 30.7.2007 kl. 20:49
Afhverju fær mín ekki 0,1% en það er orðið æðruleysi
Þóra Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 22:39
Greinilega mörg verðug orð sem ekki ná brautargengi. Þessi síðasti klukkutími getur orðið spennaid.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 22:51
Spennandi ... átti þetta að vera ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2007 kl. 22:52