Fátt um fínar gúrkur
28.6.2007 | 22:32
Það stefnir í uppskerubrest í gúrkutíðinni, því sannar fréttir yfirskyggja alveg hinar hefðbundnu gúrkufréttir þessa árstíma. Þótt sumt sé kannski eins og endurtekið efni (dómur fallinn í Baugsmálinu, deja vu) þá eru bara allt og margar þungavigtarfréttir af stóriðjuáætlunum, virkjanaframkvæmdum, umferðarafbrotum, bönnuðum einkadönsum, nýrri stjórn í Englandi (mestmegnis) og ýmsu fleiru ... til þess að við fáum að vita nokkuð um horfurnar í gúrkuræktinni. Og svo er veðrið bæði himneskt (hér) og harðneskjulegt (þar) og spennandi að finna út hvernig restin af sumrinu verður. Má ég koma með pöntunarlista stórfrétta:
- Fallið verði frá frekari stóriðjuframkvæmdum, það mætti til dæmis kalla þá frétt. Stóriðjustopp. Hugsið ykkur fyrirsagnirnar!
- Bandaríkjamenn og aðrar viljugar þjóðir dragi herlið sitt frá Írak og alþjóðasamfélagið veiti fé og stuðningi í uppbygginguna þar.
- Raunverulegt vopnahlé verði samið í Mið-Austurlöndum og friðsæl framtíð Palestínu tryggð.
- Vitundarvakning gegn ofsaakstri skili slysalausu sumri.
- Launakönnun í lok sumars sýni að launamunur kvenna og karla á Íslandi sé úr sögunni.
- Aukin eftirspurn verði eftir störfum á Landspítalanum vegna góðrar launahækkunar, einkum í núverandi kvennastéttum.
- Langtímaveðurspá sýni gott veður um allt land í allt sumar.
- Hugbúnaðarfyrirtækjum og garðyrkju verði veitt sömu kjör og fyrirgreiðsla á Íslandi og stóriðju (þetta er gúrkufréttin, gróðurhúsin gera íslenskar gúrkur þær samkeppnishæfustu í Evrópu).
Ykkur er velkomið að bæta við ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
9. Norðanáttin á Akureyri fari heim til sín
Anna Ólafsdóttir (anno) 28.6.2007 kl. 22:49
Akureyrskt norðanátt á Norðurpólnum!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 22:51
kæra anna !
Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !
Ljós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:37
10. Alþingi hefur samþykkt stjórnarfrumvarp sem bannar nektarbúllur á Íslandi.
11. Ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi að það fé sem á eftir að eyða í framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði varið í baráttu gegn eiturlyfjum.
Helga 29.6.2007 kl. 09:19
Úúú, þetta eru allt saman góðar fréttir og mér líst vel á þær. Takk fyrir mig,,, ef þetta væri raunveruleikinn mundi ég fara út berfætt og dansa
Kveðja, Oddrún
Oddrún 29.6.2007 kl. 10:28