Vinnustađir - morđ á ganginum og gengiđ yfir brúna

Hef unniđ á allmörgum (mishefđbundnum) vinnustöđum á starfsćvinni og oftar en ekki veriđ í vinnu međ góđum hópi fólks sem ég ţekkti ekki fyrir. Nú, ţegar ég er á 72. aldursári og búin ađ segja upp hefđbundnu launavinnunni minni veit ég ekki almennilega hvort ég á ađ skilgreina mig í lausamennsku, sem er vinnutilhögun sem ég er svosem vön (8 ár af starfsćvinni alla vega), eđa ađ ég sé ,,bara" ađ fara á eftirlaun, sem ég hef reyndar áđur gert, í nćstum fjögur ár, áđur en ég fór ađ vinna í núverandi vinnu. Ađalmunurinn er vinnustađurinn og vinnufélagarnir. Ţótt minn ágćti eiginmađur hafi bent mér á ađ ég sé í góđum félagsskap ţegar ég er í lausamennskunni (ein međ sjálfri mér mestanpart) ţá hef ég upplifađ nokkra alveg óborganlega vinnustađi og uppátćki í góđra vina hópi. Fyrsti langtíma-heilsárs vinnustađurinn minn var Vikan. Ţar var ég í hópi einvalaliđs vinnufélaga í fimm ár. Helgi Pé var ritstjórinn sem réđ mig í ţá vinnu en hann og Eiríkur Jónsson (já, sá) voru skamma stund međ okkur og viđ tók hópurinn sem er á ţessari mynd. 

Vikan

Eins manns sakna ég af ţessari mynd (sem NB ég ţurfti ađ teikna fríhendis, ţví ekkert photoshop var komiđ ţá). Hann var greinilega ekki byrjađur međ okkur, en ţađ var virđulegi auglýsingastjórinn okkar. Hann var ögn eldri en viđ flest, gríđarlega vel klćddur í óađfinnanleg jakkaföt og datt hvorki af honum né draup (ţrátt fyrir ađ hann ritađ mjög umdeildar kjallaragreinar í annađ blađ). En, lengi skal manninn reyna. Í fyrsta sinn sem ţađ gerđist uggđum viđ ekki ađ okkur, ritstjórnin, allt í einu heyrđist rosalegur hvellur á hljóđbćra ganginum okkar í Síđumúlanum og síđan hljóp ţessi virđulegi mađur út úr fremstu skrifstofunni á ritstjórninni, ađ ţví er virtist skelfingu lostinn og hrópađi: Hvađ er ađ gerast, var veriđ ađ drepa mann? Enginn fann neitt, en ţegar ţetta fór ađ endurtaka sig sáum viđ hann laumast fram á gang međ stóran, uppblásinn bréfpoka, sprengja hann frammi, hrađa sér á skrifstofuna sína og svipta svo upp dyrunum og bera fram sömu spurninguna og síđast, og ţaráđur!

Ég var líka um ţađ bil fimm ár hjá Betware, í fyrsta starfi mínu viđ hugbúnađargerđ, međan ég var enn í mastersnáminu mínu í tölvunarfrćđi. Ţađ voru skrautleg og skemmtileg ár, bćđi vinnulega séđ og af ţví ađ ég ákvađ ađ hella mér út í skemmtanalífiđ međ vinnufélögunum, börnin mín uppkomin og ţau (vinnufélagarnir og börnin) flest án nokkurra fjölskylduskyldna, enn sem komiđ var. Viđ hliđina á okkur í Ármúlanum var ,,slísí" bar á annarri hćđ, ţar sem sungiđ var karókí og ekki síst međ fulltingi ótrúlegra söngfugla úr okkar hópi. Hann gekk undir eldra nafni sínu, Jensen, međal vinnufélaganna. Ţar var svona Allie McBeal-stemning fyrir ţá sem muna eftir ţeirri sjónvarpsseríu. Ţá kynntist ég líka alls konar tölvuleikjum og ţrautum sem hafa síđan fylgt mér gengum ţessa tvö áratugi sem ég hef starfađi viđ hugbúnađargerđ. Vegna persónuverndarsjónarmiđa birti ég bara sjálfa mig hér, en ekki hina vinnufélagana, en lofa ţví ađ ţau hlógu alveg jafn dátt og ég viđ eitt slíkt tćkifćri.

Ţrátt fyrir stuttan stans hjá Iceconsult féll ég alveg fyrir vinnufélagahópnum ţar, og í fórum mínum á ég mynd af einum vinnufélaga sem fór í ,,brú" međan annar síđan gekk yfir brúna og sá ţriđji passađi upp á ađ hann dytti ekki af ţessari ótrúleg brú. Aftur, skrambans persónuverndin sem stoppar mig í ađ birta ţessa mynd en treysti á ímyndunarafl lesenda.

unnamed,Frau.W

Aftur á móti er nýrri mynd af ágćtlegar óţekkjanlegum vinnufélaga mínum alveg birtingarinnar virđi, efast um ađ nokkur ţekki viđkomandi, en segir allt um fjölbreytileikann viđ leik og störf. 

393074400_909616107193300_2582729761996044063_n

Auđvitađ hafa vinnustađirnir mínir veriđ misfjörlegir, en sumir svo óborganlegir ađ ég bara varđ ađ setja ţetta á blađ, og reyndar eftir hvatningu eins núverandi vinnufélaga svona rétt í bland. Og af hverju gćti ég ekki persónuverndarsjónarmiđa vinnufélaga minna hjá Vikunni? Ţessi mynd var á forsíđu blađsins á sínum tíma, og ţegar ţú flettir síđunni, hvađ blasti ţá viđ? Nú, auđvitađ bakhliđin. 

Vikan2

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband