,,Mér finnst ađ ţú ćttir ekki"-fólkiđ og sultukrukkan
17.10.2023 | 19:49
Ein jafnleiđinlegasta tegund fólks sem ég hef fyrirhitt er ,,mér finnst ađ ţú ćttir ekki"-fólkiđ. Blessunarlega tókst mér nćstum ţví ađ komast á fullorđinsár án ţess ađ verđa vör viđ ţađ, en vera má ađ ţađ sé bara lélegri athyglisgáfu ađ kenna. Foreldrar mínir og ađrir uppalendur voru aldeilis ekki haldnir ţessu kvilla og svei mér ţá ef mér tókst ekki ađ komast í gegnum allt skólakerfiđ án ţess ađ verđa fyrir barđinu á svona mannskap. Fyrsta tilfelliđ í minni fjölskyldu af fórnarlambi ţessa leiđa eiginleika var líklega frćnkan sem flutti til Noregs og lenti í ţví ađ ţađ var hreinlega ráđist á hana fyrir ađ hafa ákveđiđ ađ kaupa tiltekna sultukrukku. Hún vćri nefnilega of dýr! Ţetta var í stórmarkađi og frćnka mín, sćlkeri mikill, stóđ međ krukkuna í höndunum ţegar manneskjan vatt sér ađ henni, tók hana af henni og benti henni á ađ hún ćtti ađ kaupa miklu ódýrari tegund (eins og ţessi einstaklingur gerđi). ,,Mér finnst ađ ţú ćttir ekki ađ kaupa svona dýra sultu," sagđi blessuđ skepnan og frćnkan hrökklađist út án ţess ađ kaupa neitt. Mér finnst ţađ algert einkamál alls fólks hvort ţađ vill sóa litlum/miklum eigum sínum í sultukrukkur eđa eitthvađ annađ.
Fyrsta atvik (af furđu fáum) sem ég minnist persónulega er ţegar mér voru borin skilabođ frá manneskju sem leit fremur stórt á sig. Ţau voru eitthvađ á ţessa leiđ: ,,Mér finnst ađ hún ćtti ekki ađ vera međ lafandi eyrnalokka af ţví hún er međ sítt hár!"
Međ aukinni samfélagsmiđlanotkun hef ég komist í tćri viđ nokkur svona eintök í viđbót fyrir alls konar léttvćgar sakir.
Ţetta er samt ekki endilega ţađ versta. Náskylt ţessu er ,,ţú getur ekki veriđ ţekkt fyrir"-fólkiđ, sem undir ţví yfirskini ađ ţađ telji mig einhverja ćđri veru eins og ţađ sé sjálft, telur sig hafa fullt veiđileyfi á mig. Ţađ er misskilningur. Flest ţetta fólk er nú fyrrverandi Facebook-vinir mínir, skiljanlega.