Euro-visnandi
9.5.2023 | 21:40
Mun gera mitt allra besta til ađ fyllast brennandi áhuga á Eurovision. Elskađi Húsavíkurkvikmyndina og einkum framlag tengdasonar Árna Péturs (ţetta skilja sumir). Enn er tími til stefnu. Eitt klikkar aldrei, atkvćđagreiđslan! Ábyggilega heldur ekki hárgreiđslan, á einhverjum. Fyrir nokkrum árum vann ég á ýktasta Eurovision-vinnustađ landsins, ţótt viđ vćrum varla fleiri en svona 15-20 ţá var ćđiđ tekiđ alla leiđ. Viđ kunnum kannski ekki alltaf lögin sem viđ studdum (skiptum ţeim međ okkur), en ţessi rosalega stemning var eftirminnileg.
Kom fleiri vor í heimsókn og bćđi stórflottar móttökur og mikiđ stuđ. Ţessa vinnufélaga hitti ég reyndar á UT-messunni í febrúar og var hálfpartinn búin ađ bjóđa mér í stuđiđ í vor, en kemst ekki vegna annríkis, svona er ţađ stundum. Óska Diljá góđs gengis, Langa Sela og Skuggunum til hamingju međ sérlega skemmtilega endurkomu.
Ţekkti Loreen aftur ţegar lögin runnu óeftirminnilega framhjá innan úr stofu og tók eftir ađ hún komst áfram. Mun gera mitt besta til ađ kveikja áhugann og auđvitađ gaman ađ heyra í Bítlunum, ţetta er nú Liverpool sem heldur hátíđina fyrir Úkraínu í ár. Vona innilega ađ fá ađ fylgjast međ hátíđinni frá Kćnugarđi innan fárra ára. Og auk ţess legg ég til besta Eurovision-lag allra ára, danska lagiđ frá 1963. Ţá var ég ekki orđin ellefu ára og ekkert sjónvarp á Íslandi, svo Óskalög sjúklinga liggja undir grun ađ hafa kynnt ţađ fyrir mér. Dansevise, gjöriđ svo vel!
https://www.youtube.com/watch?v=FX36uz-OUSs
Og megi Eurovision aldrei visna.