Í framhaldi af blogginu um hvíslandi vatnslitamyndir, lofaði öskrandi

Bloggaði seinast um hvíslandi vatnslitamyndir og nefndi Emil Nolde sem andstæðu þeirra. Það var hann sem sannfærði mig um að vatnslitamyndir gætu öskrað. Mæli með að þið kíkið á sem flestar af ,,ómáluðu" myndunum hans, sem eru vatnslitamyndir sem tóku lítið pláss og hægt var að fela fyrir nasistunum á stríðstímanum. Þótt Nolde hefði sjálfur verið orðaður við þá stjórnmálastefnu, með réttu eða röngu, var þeim list hans ekki þóknanleg en hann bara ,,varð" að fá að halda áfram að skapa og gerði það á heimili sínu skammt frá landamærum Þýskalands og Danmerkur. Heimsókn í það hús opnaði fyrir mér nýjan heim. Það er svolítið úrleiðis, en vel heimsóknarinnar virði. Hér er hins vegar tengill á fróðleik til að byrja með:

Ómáluðu myndir Nolde.

 

Eftir að ég fór seinast að sinna vatnslit af römmustu alvöru, fyrir 3-4 árum, hef ég verið að vinna úr áhrifum úr ýmsum áttum og prófa mig áfram. Hér eru nokkrar myndir sem ég flokka undir meira öskrandi en hvíslandi: 

i286260064365824036._szw1280h1280_kattakaos 1 (3)

unnamed.golf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband