Lucian Freud - hendurnar og ćttingjarnir - og pínulítiđ lćrastutt
25.3.2023 | 02:34
Spánarferđin mín fyrr í mánuđinum ćtlar ađ verđa mér minnisstćđ í meira lagi. Vegna beina flugsins til Madrid og ódrepandi áhuga ferđafélaga míns, Ragnars Hólm, á borginni fögru var Madrid fyrri áfangastađur okkar í ferđinni og sömuleiđis lokastopp. Ég reyndar breytti minni ferđaáćtlun stađráđin í ađ taka enga sjansa vegna yfirvofandi (og skömmu síđar aflýstra) verkfalla, verkbanna og yfirvinnubanns sem einkum tók til flugvallarstarfsmanna. Til Córdoba ćtlađi ég hvađ sem tautađi og raulađi. Fór ţví fyrst og tímanlega til sonarins í Amsterdam í leiđinni og náđi meira ađ segja afmćlinu hans ţar. Madrid var líka skemmtileg, ţangađ hafđi ég ekki komiđ síđan viđ mamma gerđum ţar stuttan stans haustiđ 1959. Ţá fór ég í mína fyrstu flugferđ, frá Malaga til Madrid. Gerđum stuttan stans í hrikalegum hausthita, sáum magnađa spánska dansa og ein áhorfenda á ţeirri sýningu (ţetta var um miđjan dag, sem eftir á ađ hyggja hljómar ekki rétt) fékk sólsting svo uppi varđ fótur og fit, og mamma var áhyggjufull yfir ţví ađ ég hefđi fengiđ snert af hinu sama, ţrátt fyrir ađ ég ćtti glćsilegan stráhatt. Kannski var hann niđurpakkađur í tösku. Svo tókum viđ lestina til Parísar og hittum ţar Ólaf, sem ég hafđi ţá ţegar valiđ sem ţriđja eiginmann mömmu, en hann var nýkominn frá okkur eftir mánađardvöl í Andalúsíunni góđu.
Og svo var ég aftur komin til Madridar. Í ţetta sinn ákvađ ég ađ fara mér ekki of geyst, fyrir utan bráđnauđsynleg ferđatöskukaup, eftir ađ mín, sem var full af litum, penslum, trönum og fleiru, varđ óökufćr, og smá eltinbgaleik viđ Bodysjoppur bćjarins lét ég mér duga ađ fara á tvö söfn, Thyssen og Reina Sofia, ţví nú skyldi Gurenica skođuđ, og ţađ var líka gert. Á Thyssen er nú merkileg yfirlitssýning á verkum Lucian Freud, listamanns sem lengi hefur veriđ í miklum metum hjá mér. Hann málađi einmitt myndir af Thyssen ţessum, 1981 og 1985. Ţrátt fyrir ţađ var ţađ ekki fyrr en á ţessari sýningu ađ ég gerđi ţá uppgötvun ađ fara ađ skođa sérstaklega hendurnar á fólkinu sem hann málađi. Ferđađist milli stórbrotinna handa um alla sýninguna en missti ekki af myndunum í heild, nei, nei, alls ekki. En ţessar hendur!
https://www.newyorker.com/magazine/2021/02/08/lucian-freud-and-the-truth-of-the-body
Viđ ferđafélagarnir vorum eitthvađ ađ spjalla um ćtterni Lucians, sem var barnabarn Sigmundar Freud og flutti međ fjölskyldunni fyrir seinna stríđ til London. Hann var fćddur 1933 og allt í einu rann ţađ upp fyrir mér ađ líklega hefur Gagga Lund frćnka mín ţekkt hann sem barn, en hún ţekkti alla fjölskyldu Sigmundar Freud vel á Lundúnarárum sínum.
Og svo mundi ég líka eftir alveg stórmerkilegu erindi Sophiu Freud, sem fćdd var 1924, annars barnabarns Sigmundar, sem ég heyrđi á alţjóđlegri draumaráđstefnu sem ég sótti sem blađamađur í London 1989, hundkvefuđ eins og núna. Sophie er nýlega látin í hárri elli, en hún var sálfélagsfrćđingur ţekkt međal annars fyrir gagnrýna greiningu á sálgreiningarkenningum afa síns. Einhvern veginn skreppur heimurinn svolítiđ saman í svona tilfellum. Ţrátt fyrir hundkvefiđ fannst mér gaman ađ hlusta á Sophie á sínum tíma, draumar voru auđvitađ viđfang ráđstefnunnar sem viđ vorum á og afinn eyddi miklu púđri í ţá. Ţađ var sterkur feminiskur tónn í erindi Sophie, sem höfđađi mikiđ til mín. Og ég ćtla ađ treysta ţví ađ Gagga frćnka hafi ţekkt hana líka á unglingsárum Sophie, ţađ vćri alla vega gaman. Nógu skemmtileg var hún viđ mig ţegar ég man fyrst almennilega eftir henni en ţađ var í Álfheimunum hjá pabba og Dolindu konu hans, og Gagga hafđi sko kappnógan tíma til ađ spjalla viđ unglinginn mig, en ţađ var einmitt í einni af nokkrum fermingarveislum sem mér áskotnuđust fermingaráriđ mitt. Eina sem setti mig ađeins út af laginu var ţegar hún spurđi mig á fínustu íslensku hvort ég vćri lćrastutt, hmmm, ţar til ég mundi ađ stuttir kjólar eins og ţá voru í tísku hétu á dönsku: lĺrkort. Ţann vísdóm hafđi ég sem betur fer tekiđ inn gegnum tímaritiđ Vi unge.
Heimurinn er lítill og samt svo stór.
https://www.washingtonpost.com/obituaries/2022/06/07/sophie-freud-granddaughter-psychoanalysis-dead/