Minningar frá Andalúsíu
20.3.2023 | 23:47
Nýkomin frá Andalúsíu og kynntist enn nýrri borg og nýrri hliđ á ţessum indćla hluta Spánar. Í ţetta sinn Córdoba og lítillega nágrenninu.
Kynni mín af Andalúsíu ná langt aftur, hef eflaust veriđ eina sex ára barniđ áriđ 1959 sem sigldi međ saltfiskdalli frá Keflavík til Gíbraltar snemma árs til hálfs árs dvalar í Andalúsíu međ mömmu sinni og ömmu. Viđ tókum á leigu tvö lítil rađhús í Torremolinos og ţar međ fjölgađi útlendingunum ţar í bć um meira en helming, en á pensjónatinu niđri í bć bjó Ameríkani og í stćrsta rađhúsinu viđ hliđina á húsinu okkar mömmu bjó ţýskur rithöfundur. Í hans garđi var lítil sundlaug og hann varađi okkur viđ ađ styggja hermenn og lögreglu enda var ţetta á Franco-tímanum. Ţađ var ekki fyrr en um haustiđ ţegar viđ vorum ađ fara ađ fariđ var ađ byggja hótel og undirbúa ţann mikla ferđaiđnađi sem hefur einkennt bćinn ć síđan. Ég eignađist góđa vinkonu, Carmen, sem var nokkrum árum eldri en ég og undi hag mínum vel í ţessum litla bć, ströndin á daginn og prófađi ađ fara á bak á asnanum á vegamótunum (viđ bjuggum ,,hinu megin viđ asnann").
Ţótt bćrinn okkar vćri góđur fannst mér enn meira gaman ţegar viđ fórum til Malaga, en ţađ gerđum viđ af og til. Mest spennandi fannst mér ađ fara á nautaat, en mamma las Andrésblöđin sem voru ćtluđ mér međan á leiknum stóđ. Hátindur dvalarinnar var hins vegar ţegar viđ fórum til Granada og skođuđum Alhambra-höllina fallegu og alla garđana. Mér fannst ţessi minnisvarđi um máratímann alveg stórkostlegur og yfir höfuđ spennandi ađ heyra um ţetta sérstaka ríki máranna á Pyreneuskaganum.
Síđan hef ég nokkuđ oft komiđ til Spánar, en ekki aftur til Andalúsíu fyrr en viđ Ari fórum til Sevilla síđla árs 2015. Ţađ var verulega skemmtileg ferđ og viđ skođuđum allt sem viđ gátum á ţessum 4-5 dögum sem ferđin varđi. Ţremur árum síđar skrapp ég í skottúr til Torremolinos og Malaga, en hélt ţá ađallega til norđar á Spáni. Stóđst ekki mátiđ ađ skjótast og ţađ var virkilega gaman, ekki margt en ţó ekki ekkert sem ég ţekkti frá fyrri tíđ. Malaga hefur ekki breyst neitt rosalega, ég sá meira ađ segja hvar viđ höfuđum fariđ á nautaatiđ forđum, og turninn í Torremolinos stendur enn og gamla ađalgatan er (rétt) ţekkjanleg.
Ţegar ljóst var ađ ég vćri á leiđ til Córdoba á stóra vatnslitasýningu og -hátíđ núna í ţessum mánuđi var ég yfir mig spennt ađ sjá ţessa borg sem virtist ekki síđra minnismerki um máramenninguna en Granada. Ţađ reyndist rétt vera og ég verđ áreiđanlega í vikur eđa mánuđi ađ vinna úr öllum ţeim áhrifum sem ég tók inn á tćpri viku í ţessari sögufrćgu menningarborg. Sýningin sjálf var haldin í Palacio de la Merced, sem er ađ stofni til frá ţví snemma á 13. öld en hefur tekiđ miklum breytingum og er núverandi bygging talin frá 1752.
Viđ fórum međal annars á merkilegt fornleifasvćđi, Medina Azahara, ţar sem veriđ er ađ grafa upp stjórnsýsluborgina frá 10. öld, rétt utan viđ Córdoba. Saga máranna í Córdoba nćr aftur til 711 og ríki ţeirra emíra og kalífadćmi er eldra en ţađ sem síđar reis í Granada. Annars á ég gríđarlega margt eftir ólesiđ um ţessa merkilegu sögu og eins og svo oft ţegar ég kem á merkilegar söguslóđir, ţá bćti ég smátt og smátt í sarpinn og tengi viđ eigin myndir og minningar.
Ţađ var líka gaman ađ skođa moskuna stóru sem breytt hefur veriđ í dómkirkju, ađ mér skilst einstök endurnýting, ţótt mér finnist einhvern veginn ađ ţađ hljóti ađ finnast fleiri dćmi. Ţarf ađ fara ađ lesa skrif Örnólfs Árnasonar betur um Andalúsíu, međ ţessa nýju upplifun í farteskinu, og svo ótal margt fleira.
Einu sinni sagnfrćđingur, ávallt sagnfrćđingur, ţví sagan er svo stór og sagnfrćđin sem kennd er bara brotabrotabrot af öllu ţví sem hćgt er ađ kynna sér.