Útsýni til Esjunnar

Fyrir sjö árum fékk ég af tilviljun sćti viđ glugga í ţáverandi vinnu, međ glćsilegu útsýni til Esjunnar. Hún var aldrei eins, stundum umvafin sólargeislum, stundum grá og guggin, dramatísk, litrík, svarthvít en alltaf falleg. Síđan hef ég ekki hćtt ađ taka myndir af henni. Í vinnunni minni núna er ég međ Esjusýn úr glugganum fyrir aftan mig en sumir sjá bara stórhýsi og byggingakrana í ţeim myndum, ég sé bara Esjuna. 

IMG-1434

Á leiđinni heim á Álfanesiđ eru margir, fallegir Esjuútsýnisstađir og mér er sérstaklega gjarnt ađ stoppa á strćtóstöđ rétt eftir hringtorgiđ, einhverja metra inn á Norđurnesiđ og ná ţessar fallegu línu sem stór skurđur í landi Bessastađa, rétt viđ landamerkin viđ Eyvindarstađi, myndar. 

IMG-1510

Nýjasta myndin mín er tekiđ síđastliđinn fimmtudag ţegar ég var á leiđ af ráđstefnu á Suđurlandsbraut og vestur í bć ađ hitta systur mínar á Kaffi Vest. 

IMG-2187

Ţau hundruđ mynda sem ég á af Esjunni í ýmsum búningum rata kannski einhvern tíma á sýningu, eins og myndirnar af bleiku húsunum sem ég hef tekiđ um árabil og hvergi nćrri hćtt. En í ţetta sinn bara myndir fá ţessu ári, hún hefur ekki alltaf veriđ alhvít á árinu, ţótt ćtla megi ţađ. Og ég fer greinilega oftar til Reykjavíkur en ég hélt. 

IMG-1150


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband