Gran Canaria er ađeins öđru vísi í fjallshlíđinni
13.2.2023 | 20:33
Mér datt ţađ í hug fyrir fjórum árum ađ ţađ gćti veriđ bráđsnjallt ađ gista einhvern tíma í ,,ţorpunum" eins og fararstjóri Heimsferđa kallađi bćina ofan viđ flugvöllinn, Agüimes og Ingenio, einhverju sinni. Var ţá á leiđ frá vellinum til Hildu skáfrćnku minnar í kaffi, en hélt ţá ađallega til á Fuerteventura. Leiđin lá um svo fallegar, spánskar, götur ađ ásetningur varđ til. Eftir á ađ hyggja sé ég ađ hin eiginlegu ţorp eru sennilega mun ofar í fjallinu en strćtóleiđin sem ég fór. Til ađ stađsetja ţau ţá er alla vega Ingenio á leiđinni ţangađ sem Íslendingar fóru löngum til ađ borđa í hellum og gera kannski enn. Miđbćr Ingenio er í meira en 300 hćđ yfir sjó og ég slć á ţađ, ekkert mjög ábyrgđarlaust, eftir ađ hafa stikađ ţar margar brekkur, ađ kirkjan sé allt ađ 100 metrum ofar, en hćst nćr sveitarfélagiđ um 1200 metra yfir sjó.
Fyrir skemmstu gisti ég rétt hjá nefndri (fallegri) kirkju og má međ sanni segja ađ ţađ var ólík upplifun ţeirri sem ég er vönust á ţessari góđu eyju, ţar sem Playa del Inglés hefur yfirleitt veriđ ađsetur minn á flakki ţangađ.
Rápađi um fallegar, brattar götur eftir vinnu á daginn og naut verunnar ţar. Stoppađi í verslun sem selur ekkert nema góđar vörur af svćđinu.
Fékk mér ost og kaffi heima á gististađinn góđa, Casa Verde, sem er í hliđargötu ekki auđfundinni. Ţađ var samt ekki ţess vegna sem leigubílstjórinn, sem átti ađ sćkja mig kl. 13 á laugardegi og hafa mig međ á flugvöllinn, mćtti seint, illa eđa ekki. Ţegar ţar var komiđ sögu voru gestgjafar mínir, Marek og Magdalena, búin ađ taka málin í sínar hendur, báru í mig kaffi ađ skilnađi og mér var skutlađ niđureftir.
Á leiđinni sagđi Marek mér međal annars ađ í Ingenio vćri heitasti stađur eyjunnar á sumrin, en ögn kaldara er ţar á veturna en á ensku ströndinni. Og hvers vegna sćkja leigubílstjórar ekki saklaust fólk um helgar? Jú, rétt eins og leigubílstjórnarnir á La Palma segja blákalt ađ ţeir sćki fólk ekki um nćtur, ţá bara líkar ţeim ekki ţessi vinnutími. Betra vćri auđvitađ ađ vita ţađ og geta lagt af stađ eftir ţröngum götum niđur brekkur, ţar sem sums stađar eru ţröngar gangstéttir eđa öngvar. Í fyllingu tímans finnst strćtóstoppustöđin góđa, en ţađ kannađi ég međ dags fyrirvara (og komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ tryggara vćri ađ taka bíl, ,,einmitt"). Sem sagt sama leigubílamenning og á La Palma, nema ţar er látiđ vita af ţví fyrirfram ađ leigubílstjórum detti ekki í hug ađ sćkja fólk nema á hagstćđustu tímum.