Guernica og dilkadráttur

Ferđalögin mín í seinni tíđ eru orđin meira og minna myndlistartengd, og hafa lengst af veriđ ţađ, sé ég ţegar ég lít yfir fyrri ferđir. Pílagrímsferđ á slóđir hellamálverka, langţráđur masterclass í vatnslitum, svo ég nefni ţađ elsta sem kemur í hugann og eitt af ţví nýjasta. 

IMG-2067 (2)

Hef bara einu sinni komiđ til Madrid og ţá var ég sjö ára, stoppađi ţar einn dag í háhitabylgju, fékk kannski snert af sólsting og sá spánska dansa. Áriđ var 1959. Löngu kominn tími á ađra ferđ, og nú skal Guernica skođuđ. Ég hef alltaf veriđ svolítiđ skeptísk á ţađ ađ alltaf sé nauđsynlegt ađ sjá frummyndirnar, man vonbrigđin ţegar ég sá Monu Lisu í fyrra skiptiđ, ţá líka sjö ára, fannst hún lítil og röđin löng. En svo tókst Ara, einhvern tíma á ţessari öld, ađ lokka mig ađ myndinni er viđ áttum leiđ um París og ég féll í stafi. 

IMG-9853 (2)

Vatnaliljur Monets voru miklu stćrra verk en ég hélt ţegar ég sá ţćr 1991 og ég var yfirkomin af áhrifunum. Sömuleiđis var ég yfirkomin af hrifingu ađ ,,ganga inn í" verk eftir Corneliu Parker í haust í Tate Britain. Var ţá á leiđ í Tate Modern ađ sjá draumasýningu á verkum Yayoi Kusama, verđ aldrei söm. Ég gćti rifjađ upp ótal svona dćmi. En um leiđ er gamall anarkisti í mér ađ bylta sér svolítiđ. Almennt pirrar dilkadráttur mig, en ţađ á ekki viđ ţegar ég sé ţađ sem mér finnst góđ myndlist eđa vond myndlist. Í ţá dilka má greinilega draga, eđa hvađ? Sá skúlptúr um daginn sem má annađ hvort sjá sem útúrsnúning eđa hyllingu á Guernica. Í litlum garđi aftan viđ verslunarmiđstöđ í Fuerteventura (sjá seinasta blogg). Og mér fannst hún flott, en eflaust fussa einhverjir yfir svona vanhelgun á alvöru-verkinu. 

IMG-0222 (2)

Fussarar heimsins eru margir og fáir hćfileikaríkari í ađ draga í dilka. Hér međ hef ég dregiđ ţá í óţolandi-dilkinn minn. Óvíđa er annar eins dilkadráttur og einmitt kringum listir. Skemmti mér yfir ađ hneyksla bandaríska(r) vinkonu(r) stóru systur og segja frá hrifingu minni á rómantískum gamanmyndum! Ţar er ekki átt viđ Angst isst dem Seele auf, eftir Fassbinder, sem ég tel eina slíka. 

Um daginn var ég, sem eitt sinn var grćnmetisćta (svo langt síđan ađ ekki voru til fínni orđ fyrir svoleiđis lagađ en ţetta) dregin í dilk. Bendi á hversu vel orđalagiđ passar. Ćtlađi ađ finna mér gott kaffihús í stuttu göngufćri međan bíllinn minn fćri í tölvuyfirlestur. Fann eitt spennandi, en ć-i nei, ţađ var fyrir ađra dilka en mig. Ekki sjans ađ fá latté međ kúamjólk ţar. Mér fannst ég svo hrćđilega óvelkomin ađ ţađ var eiginlega átakanlegt. Ekki minn dilkur. Ţađ er skárra í hina áttina, eins og ţegar viđ Ari minn fórum á ţorrablót áriđ ţegar viđ vorum bćđi grćnmetisćtur! 

IMG-0775

Ţegar ég var 22 ára, 1974, dró ég mig sjálfa í dilk. Ég ćtlađi alls ekki ađ verđa myndlistarkona, ţótt ég hefđi variđ nćr tveimur vetrum í fullt nám í Myndlista- og handíđaskólanum. Sagnfrćđingur ćtlađi ég ađ verđa og varđ, en endađi sem tölvunarfrćđingur, sem hefur veriđ ađalstarfiđ í tvo áratugi. Slapp ég undan ţví ađ verđa myndlistarkona? Ónei, ekki aldeilis. Ţegar ég kíki á Guernicu eftir um ţađ bil mánuđ verđ ég á leiđ ađ taka ţátt í minni fyrstu alţjóđlegu vatnslitasýningu í Córdoba. Einhver anarkisti hefur greinilega veriđ ađ dunda sér viđ ađ opna öll hliđ milli allra dilka í minni rétt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband