Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fótboltakappi með áhugaverða myndlistarsýningu
22.5.2007 | 23:49
Þarf endilega að endurspila 10-fréttir RUV, ekki vegna pólitískra tíðinda, heldur til að leita að frekari upplýsingum um myndlistarmanninn sem mér heyrist að hafi verið í ÍA. Sýndar voru nokkrar af myndum hans á sýningu og ég verð að viðurkenna að það er langt síðan nýr myndlistarmaður (eða nýuppgötvaður í mínum bókum alla vega) hefur gripið athygli mína jafn skjótt. Hreyfingin, karakterinn og töfrarnir í myndum hans náðu til mín. Nú er ég búin að nauðkemba Skessuhorn án þess að finna meira um þessa sýningu, en ég þarf rétt að skreppa á milli stýrikerfa til að spila aftur 10-fréttirnar. Þessa sýningu langar mig að sjá og ennfremur að fá að vita meira um myndlstarmanninn. Kannski getur mín góða vinkona Gurrí upplýst meira, enda með himneskt útsýni yfir ÍA völlinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hann er með sýningu núna í Kirkjuhvoli hér á Skaganum, síðasti sýningardagur er 31. maí, minnir mig. Greip bæklinginn hans með mér af kjörstað og rétt tókst að koma þessu inn í Dagskrána, Vikan fram undan, í Vikunni sem kemur út á fimmtudaginn. Man ekki í augnablikinu hvað hann heitir en myndirnar eru snilld! Verð að sjá þessa sýningu! Ertu með?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:51
Takk Gurrí, já, endilega. Við Ari ætlum upp í bústað um helgina ef veðrið verður gott en annars verðum við að vinna í húsinu, eða kannski verðum við með ,,blandaða helgi" bæði uppfrá og heima. Óli gæti líka viljað vera uppfrá með sínum vinum, þá yrðum við kannski meira heima, alla vega ég verð eitthvað á ferðinni. Verðum í sambandi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 00:24