Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ekkert viss um að ég hlakki lengur til að sjá málefnasamninginn ...
22.5.2007 | 22:48
Fyrst vil ég óska Samfylkingunni til hamingju með jafnræði kynjanna í ráðherraliðinu. En ég hef áhyggjur af ummælum Ingibjargar Sólrúnar varðandi Evrópumálin, áhyggjur af því að hún segir að Samfylkingin ætli að halda Evrópumálunum á lofti. Varaði við því um daginn að ríkisstjórn sem setti Evrópusambandsaðild á dagskrá gæti verið í uppsiglingu, og þegar tilvonandi utanríkisráðherra lætur þessi ummæli falla þá er full ástæða til að hafa áhyggjur af innihaldi málefnasamningsins, það er að segja fyrir okkur sem viljum vera utan skrifræðis ESB og erum á móti því að tapa forsjá yfir auðlindum á borð við fiskimið okkar.
Ingibjörg: Evrópumálum verður haldið á lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sæl Anna
Ég á ekki von á öðru en að ISG haldi Evrópumálunum á lofti. Þetta er eitt af því sem Samfylkingin ein flokka hefur haft á sinni stefnuskrá. Ef hún bakkar með þetta mál þá er anski miklu fórnað fyrir stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Varðandi auðlindir okkar og stjórn fiskveiða þá er íslenska kvótakerfið eitt mesta ranglæti Íslandssögunnar. Nýjasta dæmið er sala á aflaheimildum frá Flateyri. Innganga í Evrópusambandið gæti ekki toppað þá vitleysu. Ég hef meiri áhyggjur af íslenska dómskerfinu og íslensku réttarfari yfir höfuð og tel að innganga okkar í Evrópusambandið gæti verið verið leiðarljós í þeim efnum.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:06
Eitt ranglæti í fiskveiðimálum réttlætir ekki annað og okkur greinir augljóslega á um stjórnarfar innan Evrópusambandsins, þar með talið dómstólana. Mér finnst alvarlegt að varpa stjórnarfari okkar í hendur á skriffinnum sem ekki hafa verið kjörnir í lýðræðislegum kosningum, en ákvarðanir innan Evŕopusambandsins eru í of miklum mæli byggðar á tilskipunum sem kjörnir fulltrúar koma hvernig nærri nema til að samþykkja þær á lokastigi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2007 kl. 23:11
Og nýji heilbrigðisráðherrann lýsir yfir aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu - og Drífa Hjartar er ánægð með hlut kvenna í ráðherraliði sjálfstæðisflokksins - og þingflokksformennsku Arnbjargar er sagt vera ígildi ráðaherradóms!!!
Hverskonar stjórn hafa Samfylkingarmenn búið til?
En þeirra var valið.
Björn Valur 22.5.2007 kl. 23:14
Hmmmmm er ég að misskilja eitthvað, var það ÞETTA sem kjósendur voru að velja?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2007 kl. 23:15
Gleði mín hefur minnkað til muna. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu ... NEIIIII! Evrópumálum haldið á lofti! NEEEIIIIIII!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:19
Held ekki. Sú staðreynd að Samfylkingin tapaði u.þ.b. 15% af fylgi sínu á mili kosninga hlýtur að vera ástæða fyrir veikri stöðu flokksins í ríkisstjórninni sem sjá má á skiptingu ráðuneyta. Sjálfstæðismenn náðu til sín bæði mennta og heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneytið til viðbótar sem hlýtur að vekja ugg í brjóstum allra þeirra sem láta sig mennta og heilbrigðismál varða.
En Samfylkingin hafði val - til vinstri eða til hægri - og fór til hægri.
Björn Valur 22.5.2007 kl. 23:29