Skömmusta og sjálfumgleđi
5.4.2016 | 00:20
Ţótt ég eigi samleiđ međ mótmćlendum, enn einu sinni, ţá er ég ekki alltaf sammála ţeirri orđrćđu sem á sér stađ. Orđrćđan og hvernig viđ skilgreinum okkur skiptir máli ef okkur á ađ ţoka áfram á skárri stađ. Ţessi skömmusta gagnvart Evrópu og/eđa Vesturlöndum, hún hefur vakiđ mig til umhugsunar. Mig langar til ađ vita af hverju hún stafar? Ef viđ dáumst ađ nágrannalöndunum af ţví ţau fara flest betur međ sjúklingana sína en viđ, ţá er ég međ. En ef ţađ er vegna ţess ađ viđ viljum vera viss um ađ viđ tilheyrum ,,elítunni í heimi ţjóđanna, ţá er ég ekki međ. Ágćtu vinir, gegn hverju erum viđ einmitt ađ berjast núna?
Mér líđur sem sagt ekkert allt of vel međ ţađ hvernig margir hér á landi skammast sín ađallega gagnvart öđrum velsćlum Vesturlöndum, núna ţegar til umrćđu er einmitt misskipting auđs og valda. Slík misskipting á sér ekki ađeins stađ innan landa, heldur milli landa. Ţótt fáeinir spilltir ţjóđarleiđtogar og sá hluti auđsstéttarinnar sem sinnir eingöngu sérhagsmunagćslu komi óorđi á mörg ţau lönd sem viđ flokkum okkur EKKI međ, lönd sem ekki eru hin frábćru Vesturlönd, ţá finnst mér of oft gleymast hve ríka menningu, góđa menntun og eftirsóknarverđ gildi mörg önnur menningarsvćđi en Vesturlönd eiga. Viđ Vesturlandabúar erum ekkert endilega til fyrirmyndar á öllum sviđum. Má ég nefna umhverfismálin? Og ţađ er stađreynd ađ ýmsir verstu siđspillar Vesturlanda einbeita sér enn ađ ţví ađ níđast á fólki í öđrum heimshlutum. Eigum viđ bara ađ gleđjast yfir ţví ađ ţeir láta okkur á međan svolítiđ meira í friđi, ef ţeir ţá gera ţađ?
Ég veit ţađ vel ađ ég má vera ţakklát fyrir ađ búa ekki í samfélögum ţar sem konur eru gersamlega valdalausar í nafni (misskilinnar eđa skilinnar) trúar. Eđa í landi ţar sem líkurnar á ţví ađ búa viđ sára fátćkt og skort á mannréttindum eru yfirgnćfandi meiri en ađ líkurnar á ađ tilheyra forréttindastéttinni. Og ađ hafa ekki búiđ viđ raunverulega, alvarlega skođanakúgun, já ég er ţakklát fyrir ţađ líka. En ég get engan veginn talađ um Rússa eđa Úkraínumenn međ einhverri sjálfvirkri fyrirlitningu ţótt ţeir sitji uppi međ meiri forystuvandamál en viđ (er ţađ annars ekki?). Eđa dćmt fyrrum nýlenduţjóđir Evrópu fyrir ađ halda áfram ađ láta kúgara kúga sig eftir margra alda ţjálfun. Finnst heldur ekki allt á Vesturlöndum frábćrt. Vona ađ ţađ skili sér í umrćđuna međ tíđ og tíma, viđ höfum alveg séđ hryggileg dćmi um hvernig sjálfumgleđi fer međ fólk, stéttir, tímabil og heilar ţjóđir og heimshluta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook