Mögulegar lausnir í stóra Eurovision málinu

Þótt þetta sé auðvitað bara aðallega fyndið, þá er samt gaman að velta fyrir sér möguleikum til lausnar í stóra Eurovision málinu. Reyndar er búið að afsanna að hluta allar samsæriskenningar (með einhverri tölfræði) en ég gef mér að þær haldi.

1. Þessi er frá Björgvin Halldórssyni: Fólk er hætt að hlusta á lögin og sönginn, breytum Eurovision í útvarpsþátt.

2. Skiptum Noregi í ný ríki eftir málsvæðum (lönd fyrrum Noregs). Nóg af atkvæðum.

3. Sendum pólskumælandi innflytjanda næst. Þeir eru áreiðanlega jafn hæfileikaríkir og við ef við veljum rétta einstaklinginn.

4. Hættum í Eurovision.

 


mbl.is Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

2 eða 4.

HG 15.5.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég er reyndar svo hrifin af slavnesku málunum að ég vil endilega að við sendum fallegan söng á pólsku eða serbó-króatísku næst, bara upp á fagurfræðina, en nú verð ég ábyggilega flæmd burtu úr evróvision-landi fyrir að tilheyra vitlausri blokk. Nett skotin í nr. 2 líka, enda þykist ég hafa fundið uppá því eins og krakkarnir segja.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.5.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ágætis tillögur ! :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 16.5.2007 kl. 10:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband