Salt í sárin ... eđa verđur ţađ: Ţetta sagđi ég ţér
15.5.2007 | 00:33
EF núverandi ríkisstjórnarflokkar ákveđa í trássi viđ vilja ţjóđarinnar, í trássi viđ heilbrigđa skynsemi og í trássi viđ hag ţjóđarinnar ađ hanga saman áfram ţá held ég ađ ég verđi, enn og aftur, ađ taka upp litlu dálkana mína, Salt í sárin og ef til vill seinna: Ţetta sagđi ég ţér.
Ţannig ađ:
1. Ef Árni Johnsen neitar ađ samţykkja fjárlög nema fá göng út í Eyjar, strax, ţá skal ég segja: Ţetta sagđi ég ţér!
2. Ef samkomulagiđ innan ríkisstjórnarinnar verđur stirt, ţá munu fjölmiđlar vera fljótir ađ fá einhverja til ađ segja eitthvađ ljótt, sem aftur verđur salt í sárin sem urđu til ţegar einhverjir ţorđu ekki ađ búa til almennilega ríkisstjórn.
3. Ef Framsókn heldur enn áfram ađ tapa í fylgiskönnunum (ţiđ skuluđ ekki ímynda ykkur ađ tími skođanakannanna sé liđinn) ţá verđur ţađ enn meira salt í sárin, eftir ţessar hrakfarir Framsóknar nú.
4. Ef Kristinn Há Gunnarsson hlakkar yfir ţví ađ hafa skipt um flokk tímanlega, ţá skal ég bara segja: Ţetta sagđi ég ţér.
5. Ef stjórnarţingmenn fá óvenju mörg dýr og ólógísk kjördćmamál samţykkt nćsta haust, ţá ćtla ég líka ađ segja: Ţetta sagđi ég ţér.
Ykkur er velkomiđ ađ bćta viđ ţennan lista, ég veit ađ hann getur alveg veriđ lengri. En andleysi hrjáir mig nokkuđ eftir langa og stranga kosninganótt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţađ verđur umfram allt ađ halda Ólafi Ragnari utan viđ stjórnmálin. Hann er ógnun viđ lýđrćđiđ. Ţađ hefur meir en hvarlađ ađ mér ađ ţetta sé ástćđan fyrir ţrákelkni Geirs & Co....En, hvađ veit ég? Ţetta er, ţegar allt kemur til alls, ţeirra bisniss.
Auđun Gíslason, 15.5.2007 kl. 00:44
Ţađ er reyndar nokkuđ líkleg kenning, en ekki sé ég ađ ţađ leiđi til neins skárra en afskipti ÓRG yrđu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.5.2007 kl. 00:52
Vonandi áttu nóg salt og um ađ gera ađ nota ţađ. Pólitísk svöđusár eru sums stađar á pólitískum kroppum núna eftir kosningaskylmingarnar. Ţau gróa fljótt, trúi ég, en miklu síđur pólitísk legusár stjórnarflokkanna. Ţađ var ţó hreint fagnađarefni ađ ekki varđ af ólukkans kaffibandalaginu. Skikkanlegir og ćrlegir félagshyggjuflokkar áttu aldrei ađ leyfa sér ađ bjóđa kjósendum upp á ţann hrođa. Korgur hrat ţeirra sem kalla sig frjálsynda gerđi ţennan sopa meira en lítđ ólystugan og tilhugsunin um hann gerđi vinstri krossinn ögn ţungan á kjördag ađ ţessu sinni.
Gangi ţér vel í saltinu.
Kristján Sveinsson 15.5.2007 kl. 09:38
Auđvitađ vill fólkiđ áfram mestu velferđar og uppbyggingastjórn í Evrópu. Annađ vćri glaprćđi.
Held ađ ţađ sé lítil ţörf á öllu ţessu salti:)
Gott blogg samt...
Biggi 15.5.2007 kl. 21:41