Ef ríkisstjórnin héldi velli ...

Getur einhver hugsað þá hugsun til enda, ef ríkisstjórnin héldi nú velli og eftir kosningar yrði allt óbreytt. Framsókn og Sjálfstæðismenn skiptu kannski aðeins öðru vísi með sér verkum, Sjálfstæðismenn hafa jú lýst yfir vilja til að taka við heilbrigðisráðuneytinu og einhverja þarf Framsókn að hafa eftir til að manna nokkrar nefndir, en þetta er möguleiki. Mig grunar að jafnvel sumir Sjálfstæðismenn fái hroll núna, en nái stjórnarflokkarnir meirihluta þá er þetta líklegasta (og leiðinlegasta) niðurstaðan. Leiðinleg=vekur leiða, ekki bara óhressileik, heldur meira í ætti við hryggð í þessu tilfelli. Hugsið! Og kjósið VG til að vera viss. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að vera viss um að kalla ekki yfir mig einhvern sem ætlar að banna allt sem honum ekki líkar ætla ég ekki að kjósa VG. Er samt viss um að Steingrímur verður áfram jafn innilega önugur og áður í stjórnarandstöðu. Ætlaði að kjósa Steingrím en geri það ekki eftir að hann varpaði fram þessu netlöggu dæmi. Þá gæti ég alveg eins flutt til Kína.

Egill Harðar 21.4.2007 kl. 03:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Egill verð bara að bregðast við.  Er lífskoðunin á svona völtum fótum að eitthvað sem Steingrímur hefur sagt og var gróflega rangtúlkað, sé nóg til að þú hættir við að kjósa?  Ja hérna.

Já Anna ég má ekki til þess hugsa að lifa önnur 4 ár með þessa örþreyttu ríkisstjórn við stjórntaumana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 11:22

3 identicon

Satt best að segja gæti ég ekki husað mér neina betri niðurstöðu en að núverandi stjórn héldi velli. Stjórnmál snúast jú ekki bara um skemmtun, eins og svo margir virðast halda.  Ég fæ því mikinn hroll að hugsa til þess að miðjumoðið og vinstra liðið nái völdum, með Ingibjörgu og Steingrím í broddi fylkingar, ekki það að það sé mikil hætta á því:)

Birgir 21.4.2007 kl. 11:52

4 identicon

Sko, það er nú sitt lítið af hverju, kona góð, sem maður fær ekki ef maður kýs VG. Þá fáum við ekki olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og kannski aðra ekki síður snotra á Norðurlandi. Kjósi maður VG þá er hætta á að Íslandskortið með öllum sætu örunum verði tekið upp og örin sem tákna glæsta framtíð með virkjunum, uppistöðulónum og raflínum verði hreinlega þurrkuð út.  Í staðinn verði sett inn á kortið almennur sbbuskapur á borð við ár og fossa.  Aldrei að vita hvar gróðri dettur í hug að skjóta rótum, en það er hægt að hafa stjórn á honum með huggulegum uppistöðulón sem víðast. Þar með erum við laus við þá sjónmegnum sem gróðurþekja getur verið - óttalega hvimlegt fyrirbæri þessi blóm og gróður út um allar trissur þar sem hægt er að raða rafspennumöstum af mikilli kúnst með undursamlegum bogum sem gleðja augað.  Hvernig datt skaparanum í hug að eitthvað annað en sköpunarverk mannsins ætti rétt á sér? Sussumsvei!

HG 21.4.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ég ætla rétt að vona að kjósendur hugsi, og hugsi vel.  Þá er amk eitt á tæru að VG eru sízti kosturinn enda virðist þetta mikla fylgi þeirra vera að hrynja nú rétt fyrir kosningar.  Af hverju?  Jú fólk er að hugsa, kynna sér málin.  Umhverfismála heilaþvottur VG hreif marga um stund en nú þegar menn skoða málin til hlítar og horfa á heildarpakkann þá..... tja er ekki margt heillandi við VG.

Örvar Þór Kristjánsson, 21.4.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil kaffibandalagið eftir kosningar ekkert minna en það.  Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég vilja óska mér tra la la la ...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 17:39

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alla vega á hreinu að flestir eru með það á tæru hvað þeir vilja og hvað ekki. Kosningar á Íslandi eru alltaf ákveðinn sigur fyrir fulltrúalýðræðið, sem er það skásta kerfi sem við höfum eins og sakir standa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.4.2007 kl. 19:01

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alla vega á hreinu að flestir eru með það á tæru hvað þeir vilja og hvað ekki. Kosningar á Íslandi eru alltaf ákveðinn sigur fyrir fulltrúalýðræðið, sem er það skásta kerfi sem við höfum eins og sakir standa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.4.2007 kl. 19:01

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Völva Vikunnar, sem spáði rétt um nýfæddu prinsessuna í Danmörku, heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndi stjórn!

Heitir þetta ekki hræðsluáróður með að VG ætli að banna allt? Hef heyrt margt slæmt um aðra flokka og ég kalla það reyndar líka hræðsluáróður. Ég hætti sjálfkrafa að hlusta þegar "flokkarnir" tala illa hver um annan ... Eina sem ég hef myndað mér almennilega skoðun um núna er að ég er skíthrædd við Evrópusambandið og inngöngu okkar þangað. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:16

10 identicon

Mér leiðist alltaf svo þegar vitir menn stíga fætinum í dyragættina, flytja innihaldsríkan fræðslufyrirlestur og rjúka svo á dyr! Æi, hvað það væri nú gaman ef þessir vitru menn gætu staldrað aðeins lengur við og skýrt út öll fínu hugtökin sem þeir nota svo sauðsvört almúgakonan ég, nái nú að líta upp úr fjallagrösunum og nema af þeirra miklu visku. Nú hefur bæst við enn eitt hugtakið sem ég höndla ekki, en skilst að það eigi við um málefni sem ég hef áhuga á. Getur ekki Gunnar Þór droppað hér inn aftur og skýrt út hvað er umhverfisfasismi? Helga

HG 21.4.2007 kl. 21:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband