,,What's so funny about peace, love and understanding?"

Einhvern tíma á áratug pönksins og uppanna, áttunda áratugnum, sendi Elvis Costello frá sér plötu sem innihélt lagið: ,,What's so funny about peace, love and understanding?" Lagið er reyndar bara þokkalegt, en titillinn hefur alltaf af og til minnt á sig. Það eru sem betur fer heldur hagstæðari tímar fyrir umræðu um frið, ást og skilning nú en á áttunda áratugnum, þegar svoleiðis þótti bara hreinlega lúðalegt. Andrúmsloftið núna er andrúmsloft mikillar gerjunar, það er öflug friðar- og umhverfisumræða í heiminum en á meðan jafn svæsin hernaðarhyggja og fyrr og það sem hefur versnað er að nú ráða ríkjum ofsatrúarhópar með Bush í broddi fylkingar fyrir vestan og Bin Laden (væntanlega) fyrir austan. Stríðið í Írak á sér sífellt færri talsmenn en ekkert virðist geta stoppað hernaðarhyggjuna og nú eru vaxandi viðsjár í samskiptum við Íran. Þess vegna finnst mér svolítið hressandi að skoða slides-show frá Teheran með undirleik Cat Stevens, sem nú heitir Yussuf Islam. Þeir sem vilja kíkja geta farið á vefsvæði Ólafs Arasonar og kannski hreyfir þessi hversdagslega myndaröð við einhverjum eins og hún hreyfði við mér: www.olafura.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kíkti á þetta og já, þetta er frábært og hreyfir sannarlega við manni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 00:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband