Þegar þetta ,,eitthvað" er til staðar: Maybe I should have ...

Ég var strax ákveðin í að sjá myndina ,,Maybe I should have". Brá ögn við þegar Hugrún vinkona mín sagðist vera að fara á hana um svipað leyti og ég drattaðist í Avatar, og af sömu ástæðu, ótta við að sýningum yrði hætt fljótlega. Búin að sjá báðar myndirnar. Hálft í hvoru var bara gott að fara ein á ,,Maybe I should have" því hún hafði þannig áhrif á mig að mér fannst ágætt að vera ein með sjálfri mér á eftir, hugsa og endurhugsa, en ekki að tala.

Myndin er að mörgu leyti lík því sem ég hafði heyrt, góð en ekki gallalaus. Ég fann eiginlega bara einn galla, mig langaði að fá myndskot sem vísaði til titils myndarinnar, mér finnst þessi setning í rauninni svo mögnuð og margslungin, og hræðilega einlæg. 

Reyndar hafði ég líka lesið um þessa mynd að lokaatriðið færi yfir öll mörk í væmni og/eða þjóðrembu, en það vefst ekkert fyrir mér, ég elska væmni og elska Ísland án þess að skammast mín vitundarögn. En ég fann hvorugt í lokaatriðinu, þvert á móti auðmýkt og náttúruást á landinu, en líklega er það síðarnefnda þjóðremba í sumra augu. Hver verður að dæma fyrir sig. Það var eitthvað svo yndislega absúrd við þetta lokaatriði og ég held að það hafi verið meðvitað. 

Fyndin, nei, ágeng já. Takk fyrir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband