Færsluflokkur: Menning og listir
Veljið þau orð sem kosið verður um í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - valið stendur næstu daga
9.7.2007 | 00:31
Á níunda tug tilnefninga hafa komið í keppnina um fegursta orð íslenskrar tungu. Hér að neðan er listinn en látið vita ef ég hef misst af einhverri tilnefningu. Nýjar tilnefningar eru hins vegar ekki leyfðar lengur. Næstu daga (fram á fimmtudagskvöld) bið ég ykkur að velja þau 10 orð sem þið styðjið í þessari keppni og láta vita í athugasemdakerfinu. Nú þegar hafa 7 manns lýst yfir stuðningi við orðin kærleikur og ljósmóðir. Allar tilnefningarnar komu í athugasemdakerfið, nema sigurvegari úr miklu minni keppni sem var haldin fyrir ári, blikur.
Almætti |
Andvari (5) |
Ást (3) |
Barn (2) |
Baugalín (2) |
Ber Blikur (2) Blær(3) |
Boðberi (2) |
Brigsl |
Dalalæða (4) |
Dásemd(2) |
Dís (2) |
Djúp (5) |
Dögg (2) |
Eilífð (3) |
Eirð |
Englasöngur |
Firrð (3) |
Fjaðrablik (2) |
Fjalldrapi |
Fjarski (2) |
Fjóla Frelsi (2) Friður (3) |
Gjálífi |
Gleði (2) |
Gæska (3) |
Himinblámi (2) |
Hittiðfyrradagur |
Hjálpsemi Hnúkaþeyr |
Hógværð |
Hrynjandi (3) |
Hunang |
Hvanndalafossar |
Jæja |
Kakkalakki |
Kona (2) |
Kærkominn |
Kærleikur (8) Líf (4) |
Ljóð |
Ljósmóðir (12) |
Ljósvaki (2) |
Ljúflingur |
Mamma (2) Miskunn |
Morgunroði |
Móðir (2) |
Nauðlending |
Nenna |
Nótt (3) |
Orð (2) |
Óðfluga (2) |
Óstjórn Röst |
Samhygð |
Samkennd (3) |
Samstarf |
Skrautfjöður |
Snjóþekja Sonatorrek |
Sól |
Sólargeisli |
Sólskríkja (2) |
Straumur |
Streymi Sumar |
Svif |
Sæll (2) |
Taktur |
Túnfífill |
Unaður (2) Undur (2) |
Vinabönd |
Vinátta (2) |
Viska (3) |
Von (5) |
Vor |
Yndi (2) |
Þel (2) |
Þingvellir |
Þoka |
Þýða Æska |
Öndvegi (2) |
Menning og listir | Breytt 10.7.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook
Núna eru aðeins tæpir tveir tímar til miðnættis og þá hætti ég að taka við tilnefningum um fegursta orð íslenskrar tungu. Þá hefst kapphlaupið hvaða orð komast í aðalkeppnina. Mörg skemmtileg orð hafa fengið tilnefningu, falleg, skrýtin, óvenjuleg og formfögur. Þegar ég sá að kakkalakki var tilnefnt, þá rifjaðist upp fyrir mér mjög skemmtilegur atburður sem gerðist hálfa leið uppi í Hekluhlíðum þegar ég var þar á ferð með tveimur finnskum vinum mínum. Kónguló, sagði ég þegar ég var beðin um að segja þeim hvað ,,spider" væri á íslensku. Kónguló, kónguló, sögðu þeir og hlógu svo rosalega að ég var að hugsa um hvað í ósköpunum þetta þýddi á finnsku.
En orð eru ekki allt, þótt þau séu virkilega merkileg fyrirbæri. Ég er auðvitað enn í losti yfir dóminum yfir nauðgaranum á Hótel Sögu og svo finnst mér auðvitað mjög erfitt að sjávarútvegsmálin skuli vera í jafn mikilli kvótakreppu og raun ber vitni. Mótvægisaðgerðir eru ekki sérlega skýrar enn, þannig að þetta er auðvitað svolítið óskýrt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook
Listi yfir tilnefningar um fegursta orð íslenskrar tungu - og tæplega þrjár stundir eftir þar til lokað verður fyrir tilnefningar
8.7.2007 | 21:32
Hér er listinn yfir tilnefningar þegar innan við þrjár stundir eru eftir þar til lokað verður fyrir þær. Takið afstöðu og sendið inn seinustu orðin.
Almætti |
Andvari (2) |
Ást |
Barn |
Baugalín |
Ber Blikur Blær |
Boðberi |
Brigsl |
Dalalæða (3) |
Dásemd |
Dís |
Djúp |
Dögg |
Eilífð (2) |
Eirð |
Englasöngur |
Firrð |
Fjaðrablik |
Fjalldrapi |
Fjarski |
Fjóla Frelsi Friður |
Gjálífi |
Gleði |
Gæska |
Himinblámi |
Hittiðfyrradagur |
Hjálpsemi Hnúkaþeyr |
Hógværð |
Hrynjandi |
Hunang |
Hvanndalafossar |
Jæja |
Kakkalakki |
Kona |
Kærkominn |
Kærleikur (7) Líf |
Ljóð |
Ljósmóðir (7) |
Ljósvaki |
Ljúflingur |
Mamma Miskunn |
Morgunroði |
Móðir |
Nauðlending |
Nenna |
Nótt |
Orð |
Óðfluga |
Óstjórn Röst |
Samhygð |
Samkennd (2) |
Samstarf |
Skrautfjöður |
Snjóþekja Sonatorrek |
Sól |
Sólargeisli |
Sólskríkja |
Straumur |
Streymi Sumar |
Svif |
Sæll |
Taktur |
Túnfífill |
Unaður (2) Undur |
Vinabönd |
Vinátta |
Viska |
Von |
Vor |
Yndi |
Þel |
Þingvellir |
Þoka |
Þýða Æska |
Öndvegi (2) |
Menning og listir | Breytt 9.7.2007 kl. 00:24 | Slóð | Facebook
Yfirbragð eða merking? Fegursta orð íslenskrar tungu valið
6.7.2007 | 23:36
Ég hef fengið margar skemmtilegar tilnefningar og athugasemdir í leitinni að fegursta orði íslenskrar tungu. Rökstuðningurinn sem fylgir tilnefningunum er svo skemmtilegur og oft svo fallegur líka. Og svo koma spurningarnar: Eiga tilnefningarnar að byggjast á merkingarlegri fegurð, eða hljóðfræðilegri? var ein spurningin sem ég fékk. Því er til að svara að keppnin lýtur sínum eigin lögmálum og fer þangað sem þátttakendurnir leiða hana. Mitt er eingöngu að leggja til rammann. Mér sýnist á tilnefningunum að hvort tveggja ráði för, ekki síður merkingin, það eru æði mörg jákvæð og skemmtileg orð tilnefnd. Húmor og vangaveltur um tungumálið hafa líka greinilega áhrif.
Í fyrri tilraunum mínum, sem aldrei náðu þessu flugi sem við erum komin (saman) á núna, þá held ég að hljóðfræðileg fegurð hafi algerlega ráðið ferð. Mig minnti endilega að himinblámi sem Gurrí tilnefndi hefði sigrað, en það orð fékk bara 3% atkvæða. Blikur var orðið sem sigraði þar, jöfn í öðru og þriðja sæti voru öldugjálfur og brynja.
Tvöfalt afmæli truflaði mig í að taka saman lista yfir þær tilnefningar sem eru komnar inn, en þær eru allar sjáanlegar í athugasemdakerfinu. Spurning hvort ég á að raða orðunum eftir því hvenær tilnefningar bárust eða í stafrófsröð? Auðvitað væri mest gaman að raða þeim eftir því hvernig þau passa saman, mér finnst til dæmis varla hægt að setja saman orðin jæja og himinblámi. En eflaust er það smekksatriði. Röðun er merkilegt fyrirbæri, bæði í nýja faginu mínu, tölvunarfræði, og eins í hugvísindum og listum, þar sem ég á bakgrunn. Bara eitt atriði, hvernig fólk raðar bókunum sínum í hillur, er heilmikil stúdía.
Frumlegar, skemmtilegar og nýjar tilnefningar í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu
6.7.2007 | 18:29
Það er ekkert smá skemmtilegt að sjá tilraunina sína um að finna fegursta orð íslenskrar tungu komna á fljúgandi flug. Enn eru að koma inn tilnefningar - en ég tók kúnstpásu og ákvað að sofa aðeins í stað þess að blogga í gærkvöldi - af því flugi dóttur minnar frá Köben seinkaði allverulega. Þannig að um þrjú leytið í nótt stóð ég frekar mikið syfjuð og beið eftir að hitta Ungverjann okkar í Leifsstöð. Var búin að kría út 2-3 tíma svefn og náði öðru eins fyrir vinnu, þannig að það er stundum gagnlegt að sleppa blogginu eitt og eitt kvöld.
En það liggur fyrir smá vinna að koma saman ábyrgum lista yfir allar tilnefningar g birta hér á blogginu, nokkur orð eru þegar orðin vinsælli en önnur, ég held að orðið ljósmóðir sé komið með forystuna. Enn er opið fyrir nýjar tilnefningar og verður fram á sunnudagskvöld.
Viðbrögðin við beiðni minni um að tilnefna fegursta orð íslenskrar tungu hafa verið mjög góð. Ég lofaði að birta tilnefningar jafnóðum og hér er afraksturinn í lok 4. júlí.
Jæja
Nenna
Óstjórn
Samstarf
Samkennd
Ljósmóðir (3)
Öndvegi
Unaður (2)
Kærleikur
Ást
Sól
Vor
Óðfluga
Orð
Yndi
Fjóla
Dís
Taktur
Sólskríkja
Mamma
Ljúflingur
Tekið verður við fleiri tilnefningum fram á sunnudagskvöld í athugasemdum við þessa færslu eða næstu á undan. Þá tekur við stutt tímabil þar sem fólk getur lýst yfir stuðningi sínum við einstakar tilnefningar. Tvö orð hafa nú þegar fengið fleiri en eitt atkvæði.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook
Tilnefnið fegursta orð íslenskrar tungu
4.7.2007 | 18:48
Eins og ég lýsti á blogginu í gær þá hef ég gert tvær mis-mislukkaðar tilraunir til að koma á keppni um hvert sé fegursta orð íslenskrar tungu. Fékk bara nokkuð góðar undirtektir og þar af leiðandi ætla ég að reyna í þriðja sinn, allt er þegar þrennt er. Bún að fá tvær tilnefningar, mjög skemmtilegar:
Jæja og nenna
Flott orð. Á hinu blogginu mínu var kominn vísir að vinsældarlista íslenskra orða þannig að ég á smávegis í handraðanum. En hér er fyrirkomulagið:
1. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar, endilega setjið tilnefningar í athugasemdir.
2. Nýjustu tilefningar eru kynntar jafnóðum.
3. Endilega lýsið yfir stuðningi við einstök orð.
4. Þegar marktækur hópur orða liggur fyrir (helst með stuðningi sem flestra) þá eru þau vinsælustu sett á skoðanakönnunarsvæðið.
5. Svo er bara að sjá hvernig atkvæðin leggjast ... og sigurvegarinn verður kynntur í lokin.
6. Það fer eftir þátttöku hve lengi hægt verður að setja inn tilnefningar og hvenær úrslit liggja fyrir.
Og svo bara bíð ég eftir tilnefningum!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook
Mike McGear/McCartney fundinn - í Mogganum
12.6.2007 | 02:00
Fótboltamaður fundinn, Gurrí kom mér á sporið!
23.5.2007 | 00:38
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook
Fótboltakappi með áhugaverða myndlistarsýningu
22.5.2007 | 23:49