Færsluflokkur: Spaugilegt

Ókeypis skemmtun af besta tagi

Einmitt þegar ég var að koðna niður í svartsýni fyrir hönd þjóðarinnar, mannkynsins og heimsins alls sendi Erna frænka mín í Ameríku mér alveg stórkostlega gleðifilmu. Kettir eru snilld, en þessir kettir eru stórsnilld, takk Erna! Og njótið vel.

Ha, ha, Vodafone endaði með því að auglýsa með Dr. Spock!

Sá það í 24 stundum í morgun að Vodafone er komið með Dr. Spock í sína auglýsingu, rétt eins og mig minnir að ég hafi verið að benda þeim á þegar Síminn og Nova voru komin með sinn Eurovision flytjandann hvort. Fékk meira að segja smá komment frá einhverjum innanbúðar hjá Vodafone þegar ég var að ámálga þetta við þá hér á blogginu, kannski í gríni, en það er alla vega mjög gaman að þessari nýju auglýsingalínu þeirra, með Proppe í forsvari.

Besta aprílgabbið og sannleikurinn

Besta frásögn af aprílgabbi sem ég hef heyrt var í kaffitíma á Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar sem einn af ágætum samstarfsmönnum frá RALA sagði skemmtilega sögu af aprílgabbi á BBC þegar sagt var frá því að spaghetti-uppskeran á Ítalíu hefði brugðist. Samkvæmt sögunni áttu Bretar að hafa flykkst í verslanir til að hamstra spaghetti. Hmmm, góð saga, sem fór víða, meðal annars með viðkomu í göngunum í Oddskarði, en það er nú önnur saga. Í dag heyrði ég getið um þessa sögu í Víðsjá eða einhverjum viðlíka þætti, og þá var þetta orðið mun meinlausari saga, ekkert hamstur og spaghetti-ið ræktað í Sviss. Svo ég þurfti auðvitað að googla þetta og því miður var sviplausari sagan réttari. Sjá hér. Eins og tengdapabbi sagði stundum: Maður á aldrei að skemma góða sögu með sannleiksást ;-)

_38910395_spaghetti238

En svona er þetta nú samt. 


DV er ekki að grínast

Það mætti halda að DV hefði gefið út grínútgáfu í dag. Sá fyrst aðalfréttina á baksíðunni:

Fundu flugvöll í Vatnsmýrinni (yfirfyrirsögn í smærra letri: Gröfumenn og bílstjórar urðu hissa er þeir gerðu merkilega uppgötvun) - Hmmmmm það ER flugvöllur í Vatnsmýri!!!!

Til hliðar mátti sjá eftirfarandi:

Haarde sá hrylling

Á forsíðunni tók ekki betra við:

Annþór heiðraður af Rauða krossinum

Gnarr í Mercedes Club

Lögregla réðst á fjölskyldu (undirfyrirsagnir: Sonurinn margbrotinn í andliti / Faðirinn úðaður með piparúða)

Við nánari lestur má sjá að engin af þessum fréttum er neitt grín. Eftir standa fyrirsagnirnar: Flokkurinn sér um sína, Hannes í vanda og Hægviðri og bjart víða, sem eru bara frekar trúverðugar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband