Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2024

Fimm og hálf klukkustund of stuttur tími fyrir ferđ til Fabriano á Ítalíu

Í vor skrapp ég í dagsferđ frá Bologna til Fabriano á Ítalíu. Ţetta var bráđskemmtileg rútuferđ um fallegar slóđir, bćđi međfram austurströnd Ítalíu og gegnum fjallahéruđ, um ţriggja stunda ferđ hvora leiđ. Smá tafir í upphafi merktu ađ dvölin í borginni var ađeins fimm og hálfur tími og dagskráin ţétt. Viđ ferđalangarnir vorum öll stödd í Bologna vegna stórrar alţjóđlegrar vatnslitasýningar sem viđ flest tókum ţátt í. Dagskráin fyrir sýnendur, námskeiđ, sýnikennsla ýmissa listamanna og fleira fór ađ mestu fram í Bologna, en sýningin sjálf var á tveimur stöđum í Fabriano og ţar gafst okkur líka kostur á ađ skođa og prófa sjálf pappírsgerđ. Um leiđ og ég kom í ţessa fallegu, 30.000 manna fjallaborg, var mér ljóst ađ hér vćru einstök tćkifćri til ađ ţjálfa sig í útimálum (plein air, eins og ţađ er kallađ á vatnslitsku og öđrum listamállýskum). Gamli bćrinn bauđ upp á einstök mótív, en eftir pappírsgerđina, smá kaffipásu og ađ skođa sýningarnar stóru komst ég ađ raun um ađ ég hefđi ađeins 10 mínútur til ađ reyna ađ fanga eitt mótív, sem ég gerđi í litla vatnslitablokk á ađaltorginu (ţar sem sumir úr hópnum höfđu fórnađ einhverju úr dagskránni til ađ ná sér í aukakorter til málunar). Hugmyndin blundađi í mér, hingađ verđ ég ađ komast aftur og gefa mér tíma til ađ mála. 

2024-07-18_18-49-49

(Myndirnar sjást í meiri gćđum ef smellt er á ţćr).

Mér var ljóst ađ Fabriano er ţekkt fyrir pappírsgerđ og gladdist yfir ađ hafa fengiđ smá tćkifćri til ađ prófa handtökin viđ hana. Einnig ađ borgin er Handverks- og alţýđulistaborg UNESCO. En ţó ađallega ađ hún er ćvintýralega falleg. Svo var ţađ af einstaklega heppilegri rćlni ađ ég sá ađ Facebook-vinkona mín úr covid-fjarvinnu-vatnslitahópi á WhatsApp hafđi birt áskorun til okkar vatnslitafélaga sinna út um allan heim ađ mćta á Vatnslita-tvíćring í Fabriano. Ţetta var á fyrstu dögum yfirstandandi júlímánađar og hún hvatti okkur til ađ vera mćtt 12. júlí. Ég var mćtt ađ kvöldi 9. júlí. Eins og gefur ađ skilja var ekkert einfalt ađ finna réttu flugferđirnar né bóka gistingu, alla vega ekki fyrir konu eins og mig sem sjaldan hefur geđ í sér til ađ bóka slíkt á allt of dýru verđi. Ferđađist ákaflega létt til Fabriano, enda leiđin ţangađ um Róm og svo ţrjár kvöldlestir. Ákvađ ađ taka međ mér uppáhaldspensla en kaupa liti og bakka á stađnum (eftir smá skilabođasamskipti viđ listavöruverslun stađarins). Ţakkađi mínum sćla ţegar ég sá ađ engan leigubíl var ađ hafa á brautarstöđunni upp úr miđnćtti, né svör viđ síma/skilabođum. Undirsćtistaskan mín rúllađi međ mér um sléttar gangstéttar fyrsta spölinn, bakpokinn var tekinn upp úr henni til ađ létta töskuna, svo ég gćti auđveldlega haldiđ á henni ţar sem ósléttar, steinlagđar götur tóku viđ og buđu varla upp á neitt slíkt rúllerí. Fabriano var gullfalleg í kvöldbirtunni og hálftíma göngutúr bara hressandi og mikiđ til niđur í móti í ţessum hćđótta bć. 

Margir óvissuţćttir eins og eđlilegt var ţegar lagt er í svona ferđ í skyndingu. Sýningarnar fimm međ nokkrum hundruđum vatnslitaverka, átti strangt til tekiđ ađ opna á laugardagskvöldi kl. 19, en síđasta lestin til Rómar fór 20:52. Hana varđ ég ađ bóka ţar sem morgunlestirnar fóru of seint fyrir flugiđ mitt. Auk ţess var nákvćmlega enga gistingu ađ hafa í Fabriano einmitt ţessar tvćr nćtur, laugardags- og sunnudags, vćntanlega vegna tvíćringsins. Ţessar fjórar nćtur sem ég gisti í bćnum ţurfti ég bara ađ fćra mig einu sinni milli gististađa, sem var út af fyrir sig bara gott. En skemmst er frá ţví ađ segja ađ sýningarnar voru tilbúnar degi fyrir formlega opnun og ég fékk ađ skođa ţćr allar í miklum rólegheitum og var meira ađ segja tekiđ nokkuđ persónulega vel, ţví sú sem setti upp sýninguna stóru sem ég tók ţátt í fyrr á árinu, mundi eftir hlut okkar Íslendinganna á sýningunni og af ţví mín mynd skar sig svolítiđ frá hinum, ţá mundi hún meira ađ segja eftir henni. 

Farbriano-dvölin var dásamleg, ný mótív á hverju horni í gamla bćnum, gul veđurviđvörun (vegna hita) plagađi mig engan veginn og ég náđi ađ mála allmargar myndir á stađnum, rissa upp fleiri og grunna eina. Ein fór í rusliđ, eins og gengur. Ţetta var dásamlegur tími í stórbrotnu umhverfi og allt gekk eins og í sögu. Dönsku vatnslitafulltrúarnir höfđu sagt mér hvar besta kaffiđ í bćnum vćri ađ finna, í fyrri ferđinni, og ţađ voru góđar upplýsingar. Seinni myndasyrpan sýnir svipmyndir úr ţessari ferđ, en ég hvet ykkur til ađ finna fleiri upplýsingar um ţessa yndislegu smáborg međ smá flettingum á netinu. Um sýningarnar (fimm talsins) á ţessum vatnslitatvíćringi má nánar lesa hér: https://www.facebook.com/FabrianoWatercolour  

Rétt er ađ geta ţess ađ sýningarnar fimm standa út septembermánuđ og ţćr eru svo sannarlega skođunarinnar virđi. 

2024-07-18_18-55-28


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband