Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2020
Ćtlađi alltaf ađ fara snemma á eftirlaun og skrifa glćpasögur
9.11.2020 | 00:42
Góđu fréttirnar fyrst: Í byrjun nýs (og betra) árs, 2021, kemur út fyrsta glćpasagan mín hjá forlaginu Sćmundi. Viđ erum tímanlega međ hana tilbúna í prentun, sem er gott á ţessu makalausa ári 2020.
Vinnufélagi minn sagđi eitt sinn viđ mig, ţegar ég sagđi ađ ég stefndi á ,,early retirement": ,,How early is early?" Meiningin var ađ fara ađ skrifa glćpasögur og helga mig ţví ţađ sem eftir vćri ćvinnar og flćkjast ađeins um heiminn í leiđinni. Mér tókst alla vega ađ fara ađeins fyrr á eftirlaun en gengur og gerist hér á landi, var ađeins 65 ára ţegar ég neyddist til ađ drífa mig á eftirlaun, vegna annríkis. Ţađ vor, 2018, var ég ađ fylgja tveimur bókum mínum eftir í útgáfuferli. Hvorug ţeirra var glćpasaga. Nú, nćstum ţremur árum síđar, er mín fyrsta ađ koma út, önnur í vinnslu, ţriđja og fjórđa mótađar í kollinum en ţađ er mikiđ verk ađ skrifa. Fullyrđi ekkert um hvort ţćr koma í kjölfariđ, ţađ bara kemur í ljós.
Skrifađi mína fyrstu glćpasögu ţegar ég var tólf ára, lesandinn var Amalía vinkona mín og hún vildi ađ ég skrifađi fleiri. Ţađ dróst ađeins. Ég verđ eiginlega ađ muna ađ senda henni eintak af glćpasögu nr. 2. Af ţeirri nr. eitt man ég ekkert nema ađ söguhetjurnar hétu Ína og Ída, og ađ ég myndskreytti bókina. Núna er ég reyndar ađ myndskreyta bók sem kemur út seinna á nćsta ári, en hún er eftir allt annan höfund og nćstum alveg glćpalaus. Ţannig ađ ég er búin ađ skipta gömlu ađferđinni minni upp í tvo verkţćtti.
Var ađ fá tillögu ađ kápumynd á mína (glćpa)sögu og er mjög hrifin, gaman ađ sjá hvernig ađrir upplifa frásögnina mína. Auđvitađ hafa fyrri bćkurnar mínar líka fariđ í hendur fagfólks međ góđum árangri, en ţađ er svolítiđ annađ.
Meira um ţessi ćvintýri ţegar nćr dregur.