Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Kirkjan á horninu

Kirkjan á horninu vakti ţegar í stađ áhuga minn. Viđ vorum stödd í Richmond Hill, útborg Toronto, um vikutíma um daginn og beygđum til hćgri af Yonge strćti einmitt viđ ţessa kirkju, önnur kennileiti, svo sem Starbucks, voru einhvern veginn ekki eins mikilfengleg. En ţađ vafđist fyrir mér hvađa kirkja ţetta vćri eiginlega, giskađi á rússnesku rétttrúnađarkirkjuna, en samt ekki af neinni gífurlegri sannfćringu, og leitađi svo á náđir Google frćnda, einu sinni sem oftar, og fann út ađ ţetta var koptísk kirkja Maríu og Jósefs. Ţađ fannst mér reyndar nokkuđ spennandi. Í Richmond Hill er urmull af guđshúsum ţeirra sem trúa á alls konar guđi, sumar háreistar og afskekktar, ađrar í iđandi mannlífi ađalgötunnar, eins og ţessi Koptakirkja. Vissulega vissi ég dálítiđ um koptísku áđur en ég kynntist ţessari kirkju á horninu, annađ var ekki hćgt ţar sem ég er gamall nemandi Ólafs Hanssonar. Og svo ţegar ţeir sćttu seinustu ofsókunum sínum eftir seinustu róstur í Egyptalandi, ţá hrökk eitthvert ryk af ţeirri ţekkingu. En svo ţegar viđ vinkonurnar, báđar gamlir nemendur Ólafs, vorum ađ spjalla saman í síma áđan, ţá fórum viđ ađ rćđa kristna trúarhópa í Miđausturlöndum og núna veit ég meira ađ segja meira en ţađ sem Ólafur kenndi okkur um allmarga ţeirra, og hvernig ţeir standa nú í kjölfar átaka síđustu ára, ekki síst í Sýrlandi. Allt í einu er auđveldara ađ ađgreina Marónítana í Líbanon, vita meira um bakgrunn Kaldea og ýmislegt fleira, og ţó er ég bara rétt ađ byrja ađ grufla í ţessu öll saman. Og allt er ţađ kirkjunni á horninu ađ ţakka. koptakirkja


Kanada 150 ára

Svo skemmtilega vildi til ađ ég var stödd í Kanada í verulega skemmtilegum erindagjörđum ţegar Kanadabúar héldu upp á 150 ára afmćli Kanada. Í Toronto var mikiđ um dýrđir ţótt ađalhátíđarhöldin vćru í Ottawa, ţangađ mćtti Kalli prins, stađgengill ,,ţjóđhöfđingja Kanada" spígsporađi međ landstjóranum, sem sjaldan er miđpunktur athyglinnar, og hló á röngum stađ međ Kamillu sinni.

Toronto er stór borg en víđa mátti sjá ađ hátíđ stóđ yfir, fánar og fallegar áletranir, meira ađ segja Walmart var međ Kanada taupoka til sölu. Sums stađar voru líka blómaskreytingar en furđulegasti fögnuđurinn var í kringum risastóru, mjög svo umdeildu, gulu, uppblásnu gúmmíöndina sem sat viđ hafnarbakkann á Torontovatni, mitt á milli báta, skipa og ferja og flugvéla, ţví miđborgarflugvöllur borgarinnar er rétt utan viđ höfnina og viđ gestir hins risaháa CN-tower horfa langt niđur á vélar í flugtaki og lendingu. 

Ađ kvöldi 1. júlí voru hátíđir víđa um borgina, flugeldum skotiđ upp og einmitt ţann dag voru enn meiri hátíđarhöld í fjölskyldunni minni, og líka skotiđ upp flugeldum. Daginn eftir var svolítill 18. júní bragur á bćnum, eitthvađ af umbúđum undan alls konar góđgćti á flugi um bryggjurnar en hreinsunardeildirnar á fullu.

Allt í einu fannst mér vanta einhverjar stađreyndir um Kanada í tilefni af afmćlinu, svo ég set nokkrar inn sem mér finnst gaman ađ sjá, sumar ţekkti ég vel, ađrar minna eđa jafnvel ekki.

  • Kanada er sem sagt nćst stćrsta land í heimi ađ flatarmáli á eftir Rússlandi og einkunnarorđin frá strönd til strandar eiga vel viđ.
  • Ţćr ţrjá stórborgir í Kanada sem ég hef komiđ til eru mjög ólíkar, svo ekki sé meira sagt, Montreal, heimaborg Leonard Cohen í Quebec, ţar sem frönskumćlandi Kanadafólk er í meirihluta. Hann bjó ţó í enskumćlandi hverfi og ólst upp í skemmtilegri götu. Vancouver er vesturstrandarborg ţar sem nćr ţriđjungur íbúa er af asískum uppruna. Toronto er í mikilli uppbyggingu og ţar er húsnćđisverđ ađ rjúka upp úr öllu valdi, áberandi velsćld og mikil viđskipti.
  • Svo sá ég ađ í Kanada eru fleiri vötn en í öđrum löndum samanlagt (já, kćra Finnland) og ţađ er sjálfsagt rétt.
  • Veit ađ veturnir eru býsna kaldir nema rétt á ströndunum austan og vestantil.
  • Og ţarna er auđvitađ flottasta útsýniđ yfir Niagra fossana.
  • Og ţarna er lengsta gata í heimi, 2000 km löng, mjög falleg ţar sem hún fer gegnum útborgina Richmond Hill, miđbćinn ţar. Ţetta er Yonge Street. Hún nćr frá Ontario vatni og til landamćranna viđ Minnesota USA.
  • Kanada er nćstum jafn strjálbýlt og Ísland og Ástralía (sem eru álíka međ 3 sálir á ferkílómetra) međ 4 per ferkílómetra.

Og svo á ég eftir ađ koma til Manitoba og skođa mig um í Íslendingabyggđum, einhvern tíma. Fyrirtćkiđ sem ég vinn hjá er međ starfsstöđ í Ottawa, spurning hvort ţađ leiđir mig ţangađ einhvern tíma, ef ţađ verđur, ţá gef ég skýrslu, var nćstum komin ţangađ í vor en endađi í Lundi :-)

20170702_172923

IMG_1717IMG_1665IMG_1873IMG_1834


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband