Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016
Hálfgerđ heimţrá til Hamborgar
14.2.2016 | 14:15
Eins og fram hefur komiđ á blogginu mínu, ţá var ég viđ vinnu í Hamborg í átta mánuđi á seinasta ári. Ţar sem fjölskyldan mín var áfram heima, ţá var um tímabundna ráđstöfun ađ rćđa og ţegar spennandi verkefni og starf heima fyrir kallađi kom ég aftur heim á haustdögum. En hvers vegna ţá ađ fá heimţrá til Hamborgar? Ţađ er fyrst og fremst lífsstíllinn ţar sem ég sakna, raunverulega góđar almenningssamgöngur, mikill fjöldi góđa verslana og veitingahúsa ţar sem verđlag er ágćtt, veđráttan býđur upp á mikla útivist allt áriđ og borgin er einstaklega góđ fyrir lengri og skemmri gönguferđir. Aldrei hálka og kurteisleg umferđ.
Alltaf eitthvađ nýtt eđa gamalt ađ sjá, borgin er gullfalleg međ síkjum og brúm. Stundum er úlpuveđur og stundum stuttbuxnaveđur, og síđast en ekki síst ţá eru borgarbúar velviljađir og vćnir. Kaffihúsin (einkum Balzac og Elbgold) eru hvert öđru betri, enda eru Ţjóđverjar mikil kaffiţjóđ, og svo má alltaf finna skemmtilega tónleika eđa annađ viđ ađ vera, allan sólarhringinn ef sá gállinn er á manni. Aukabónus fyrir mig var vinnustađurinn međ 44 ţjóđernum og ţar sem viđ vorum velflest útlendingar, ţá héldum viđ vel hópinn og áttum saman góđar stundir.
Allt breytist og ég er komin heim og hlakka til lengri golfdaga en gáfust á ţýska sumrinu, ađ geta skellt golfsettinu í skottiđ á bílnum eftir kvöldmat og spilađ og spilađ. En ţangađ til gćti ég alveg ţegiđ ađ eiga minn hamborgska lífsstíl af og til, hoppa upp í lest, strćtó eđa skálma af stađ og skođa eitthvađ gamalt eđa nýtt og tylla mér svo á nćsta Balzac á eftir.