Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014
Hafsteinn kvaddur
17.2.2014 | 19:53
Stundum er mađur svo lánsamur ađ kynnast stórfjölskyldum vina sinna. Foreldrar ţeirra Ása og Önnu, okkar góđu vina, hafa líka orđiđ sérstakir vinir okkar hér í Blátúninu. Núna ţegar Hafsteinn fađir Önnu hefur kvatt og verđur vísast fagnađ á góđum stađ, ţar sem dóttir hans og tengdasonur eru, ţá langar mig bara ađ rifja upp skemmtilega vísu (í gömlu blogg, smelliđ á tengilinn) sem hann gaukađi ađ okkur fyrir nokkrum árum á Kanarí, en ţá bloggađi ég um hann í ţessari fćrslu og reyndar einhverjum af ţeim nćstu líka, reyndi meira ađ segja ađ senda honum vísur á móti, en mikiđ lifandis ósköp var hann nú betra skáld en ég. Ţakkir og saknađarkveđjur til indćls manns: http://annabjo.blog.is/blog/annabjo/entry/130098/
Suđurnesin eru sérstök
15.2.2014 | 19:53
Í dag skrapp ég til Keflavíkur í yndislegu veđri. Af ţví ég var ein á ferđ leyfđi ég huganum ađ reika og hann ţáđi ţađ međ ţökkum. Mér hefur alltaf fundist heillandi ađ koma á Suđurnesin og ţegar ég var sex ára á leiđ til Spánar međ saltfisksskipi, ásamt mömmu og ömmu, til hálfs árs dvalar, fannst mér eiginlega alveg jafn merkilegt ađ fara í fyrsta sinn til Keflavíkur.
Seinna var Keflavík bítla- og tískubćrinn og sumar vinkonur mínar lögđu á sig rútuferđ til Keflavíkur til ađ kaupa sér flottustu skóna á landinu, sem ekki fengust í Reykjavík. Tveimur árum seinna var ég komin á ball í Stapanum fimmtán ára međ töffarakrökkunum af Álftanesi.
En sjarminn viđ Suđurnesin eru ekki bara góđar minningar frá fyrri tímnum heldur ekki síđur seinni tíma ćvintýri, sem sum ná reyndar lengra aftur til fortíđar en sixtís-minningarnar. Ferđir međ bátum milli hafna og út á sjó međ slysavarnarbát eđa hvalaskođunarskipi, ţví Suđurnesin eru auđvitađ svo nátengd sjónum. Uppgötvađi gömlu húsin í Keflavík í fylgd Rakelar heitinnar Benjamíns. Nokkurra ára viđvera í Sandgerđi ţegar ég sá um útgáfu á handriti fyrra bindis sögu sveitarfélagsins og skrifađi sjálf seinna bindiđ (sem bíđur enn útgáfu, enda skrifum formlega lokiđ á hrundaginn sjálfan). Ţá spjallađi ég viđ fjölda fólks af ţessum slóđum og kynntist nýrri hliđ á ţessu fallega svćđi og fegurđ Hvalsneskirkju. Viđ bröltum međal annars á Básenda međ Heimi Stígssyni, ţeim mćta ljósmyndara. Mér verđur líka oft hugsađ til Sigurđar tengdaföđur míns sem fór á sjóinn frá Stafneshverfi ađeins 14 ára gamall og harđduglegra frćnkna minna sem ólust upp í litlu koti rétt hjá Hvalsneskirkjunni fallegu viđ ađbúnađ sem erfitt er ađ tengja nútímanum.
Viđ röltum líka Ögmundarhraun međ Birni Ţorsteinssyni og Birni Th. oftar en einu sinni, sagnfrćđinemarnir í HÍ, og ţá rifjađist upp ţegar Guđmundur teiknikennari var ađfara međ okkur krakkana í Hagaskóla í alls konar hrauna- og hellaferđir ögn norđar á Reykjanesskaga.
Ćtli Suđurnesin státi ekki líka ein af ţví ađ bjóđa upp á golfholu (á ţar sem hćgt er ađ slá frá Evrópu og yfir til Ameríku (ef áttaskyniđ ruglar mig ekki) en flekamót heimsálfanna eru einstakt náttúrufyrirbrigđi. Leiđin frá Grindavík til Hafna er ein sú skemmtilegasta sem hćgt er ađ fara, hvort sem er á leiđ af golfvelli eđa bara í sunnudagsbíltúr.
Og ţeir sem koma til Íslands og sjá bara Bláa lóniđ ná meira ađ segja ađ skođa ótrúlega skemmtilegan anga af íslenskri ferđaţjónustu.