Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Ferðalangur í eigin landi og eitt hollráð
14.6.2011 | 17:42
Einn af kostunum við að fá erlenda gesti í heimsókn er að þá gefst tækifæri/afsökun til að gerast túristi í eigin landi. Skammt hefur verið milli heimsókna erlendra ættingja, bæði systurdóttur og fjölskyldu hennar frá Bandaríkjunum og frænda (af öðrum og þriðja) frá Nýja-Sjálandi og blessað fólkið var dregið víða og alltaf hrepptum við þetta yndislega skyggni, þótt hitastigið væri mismunandi. Landið er fallegt og í gegnum augu þeirra sem lítið hafa séð af því jafnvel nýtt og óvænt. Eyjafjallajökull úr suðri, sá sem ég er vönust að skoða úr vestri, er ótrúlega heillandi í fallegu veðri, einkum þegar hann er ekki gjósandi. Þingvellir eru enn meira spennandi nú en fyrr þegar ný hola hefur myndast niður í jörðina efst í Almannagjánni, holan tilefni ótal pælinga. Stokkseyrarfjaran í sól og hægviðri er einstök og eyjarnar á Breiðafirði séðar frá klettinum við Stykkishólmshöfn eru raunverulega óteljandi ef skyggnið er gott, eins og það var á laugardaginn.
Ein ráðlegging: Ef ferðalangar koma með stuttu millibili er ágætt að hafa samráð við aðra ættingja og fara á mismunandi staði í hverri heimsókn fyrir sig, leyfa öðrum að sýna endurtekið efni. Sunnlenska bókakaffið hentar kannski betur fyrir stjórnmálafræðiprófessor í Ástralíu en tónlistarmann frá Nýju-Mexíkó og bananapítsan í Hafnarstræti er frekar við hæfi yngra fólks en eldri kennara.
vinstrivaktin.blog.is
9.6.2011 | 17:02