Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Dylan dillan

Ég var mjög stolt þegar ég skrifaði grein undir þessari fyrirsögn í Vikuna fyrir óralöngu. Hélt að allir myndu skilja orðaleikinn. Þegar ég bjó sumarlangt í efri koju einhvers staðar suður í Englandi átján ára gömul var mjög flott plakat af Dylan límt í loftið, þótt ekki geti hann nú talist fríður maður þá var þetta plakat sérlega fallegt í haustlitunum. Núna þegar kappinn er sjötugur, þá er ég enn komin með ,,dillu“ fyrir Bob Dylan og hlusta á Just Like a Woman, Rainy Day Woman, Like a Rolling Stone og öll hin flottu Dylan lögin í gríð og erg.


Hrun, hryðjuverk og eldgos ekkert til að grínast með, en smá mistök um daginn á mbl.is urðu til þess að ég stóðst ekki mátið

Þessi bloggfærsla fór aldrei í loftið þegar ég skrifaði hana fyrir líklega þremur vikum, en ég held ég standist það ekki að setja hana inn núna. Einkum í ljósi nýjustu tíðinda.

Ég veit að hrunið, hryðjuverk og eldgos eru ekkert til að grínast með, en mbl.is í dag gerir það erfitt að standast það. Það er ekki nóg með að Bretar hafi skilgreint hrunið sem hryðjuverk (svona lauslega túlkað) heldur eru Bandaríkjamenn (eða S.Þ.) farnir að skilgreina eldgosaeyju á svipaðan hátt og með einkennilegum hætti, eldgos á frímerki = löggan kölluð út ... sjá skjáskot, þar sem hætt er við að þetta verði leiðrétt á mbl.is innan skamms.

surts.jpg


Anna.vg - án pólitíkur og annar vefur með aðeins meiri

Farin að vinna í að uppfæra vefsíðuna mína, anna.vg, sem hefur verið í henglum undanfarin ár. Kveikjan að þessu framtaki var reyndar gerð annarrar vefsíðu, villikettir.is sem er mun pólitískari, en hefur ekki verið formlega hleypt af stokkunum, enda ekki fullráðið hvernig hún verður nýtt. En velkomið að skoða báðar síðurnar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband