Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Forval sem mun skila góðri niðurstöðu - hver sem hún verður
1.3.2009 | 21:48
Jafnrétti - kvenfrelsi - mannréttindi
1.3.2009 | 01:19
Var á skemmtilegum fundi í morgun þar sem VG fólk er að fjalla um jafnréttismál, enda flokkur sem kennir sig við kvenfrelsi og þar sem konur hafa verið í framlínu frá fyrstu tíð, og það vægast sagt frábærar konur, allar saman.
Það sem kemur út úr umræðu þessa hóps er enn í mótun en ég get lofað því að enginn mun verða fyrir vonbrigðum, það er hins vegar ekki rétt að einhver ein(n) úr hópnum fari að þjófstarta þeirri umræðu, þetta er hópstarf.
En þessi fundur og viðtal sem ég tók um daginn þar sem jafnréttismál bar mikið á góma rifjaði hins vegar upp hvers vegna ég fór út í pólitík á sínum tíma.
Fyrstu pólitísku afskiptin voru eflaust þegar í gaggó á málfundum, þar sem stelpurnar voru ekki mikið að hafa sig í frammi enda árið líklega 1966 eða svo, en þar æddi ég samt upp og fór að rífast við bekkjarbróður minn, Eggert Þorleifsson, um jafnréttismál auðvitað. Síðan hef ég eiginlega aldrei hætt að tala um þessi mál.
Auðvitað er ég ánægð með að talsvert hefur þokast síðan þá. En það er samt með ólíkindum að enn skuli ekki vera búið að ná launajafnrétti og sigrast á ofbeldi gegn konum, ég held að þorri fólks geri sér grein fyrir að við getum ekki sætt okkur við svoleiðis órétt.
Réttlætiskennd margra er misboðið nú eftir efnahagshrunið. Fólk sem ekki fann sér farveg í gróðærinu er núna komið til starfa að móta nýtt samfélag. Hvernig væri að skapa nú samfélag jafnréttis kvenna og karla, frelsis til að lifa mannsæmandi lífi og velja sér menntun og lífsstefnu og njóta þeirra mannréttinda að þurfa ekki að búa við ógn eða ofbeldi. Það hlýtur að vera hægt að virkja réttlætiskenndina sem nú ræður umræðunni og laga þessi mein. Ég er sannfærð um að með Vinstri græn við stjórnvölinn eftir kosningar verður sú leið greiðari en nokkru sinni fyrr.