Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Rykbindandi rigning og rok sem þurrkar og þyrlar - hugleiðing um hestamenn

Hestamaðurinn á heimilinu hefur ekki tíma til að fara á Landsmót fyrir útreiðum. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og það er rykið. Á ferðum um Borgarfjörð hef ég verið að sjá hestamenn í rykmekki og því var ég fegin þegar smá skúr kom í gær og fyrradag, svona til að rykbinda - og svo er þetta gott fyrir gróðurinn. En mér sýnist hinn allltumlykjandi þurrkari vera kominn í gagnið og á góðri leið með að þurrka upp blautar moldargötur í rokinu - fyrir utan að krækja sér í nokkur landsmótstjöld. Framundan himnaríkisblíða, hlýtt, sólríkt og smá rykbindingarskúrir. Hljómar vel.

Hélt að svona menn væru ekki framleiddir lengur ... Neytandi neitar að sitja undir fordómum afgreiðslumanns

Var næstum búin að gleyma að henda þessari (sönnu) sögu inn og kannski hafa einhverjir fleiri fengið svona afgreiðslu: 

Ætlaði að taka bensín á Olís-stöðinni í Ánanaustum í dag. Ók að þjónustudælu og sá þegar ég var komin þangað að ég hafði keyrt of langt (þarna var sem sagt bara eitt stæði við dæluna en ekki tvö eins og víðast hvar) svo ég spurði manninn sem kom að afgreiða mig hvort ég ætti ekki að færa bílinn til baka. Það umlaði eitthvað í honum og svo sagði hann stundarhátt og ofurfúll: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur konunum!

Hmmmm, ég starði á manninn og sagði svo bara: - Ég er farin, við skulum bara sleppa þessu, - og fór. Ég var svo steinhissa að hitta svona eintak um hábjartan dag og venjulega tautar maður bara eitthvað og lætur svona kjaftæði yfir sig ganga. En ég er greinilega að verða alveg ótrúlega meðvitaður neytandi og neita að sitja undir fordómum vansæls og/eða illa upplagðs eða upp alins afgreiðslufólks (þessi var reyndar á þeim aldri að hann er eflaust búinn að gleyma uppeldi sínu). Í sjálfu sér ætti ég að hætta að versla við fyrirtæki sem hefur svona fólk í þjónustu sinni, en ljúflingarnir hjá Olís í Garðabæ eiga það engan veginn skilið og reyndar endaði ég með því að fá tankinn fylltan þar og mætti eins og venjulega engu nema ljúfmennsku. Á nokkrar uppáhaldsbensínstöðvar, reyndar hjá fleiri en einu olíufélagi.

Þetta er í annað skipti (og meira að segja á sama árinu) sem ég ákveð að láta ekki hvað sem er yfir mig ganga - þótt ég sé bara einn lítill neytandi þá getur vel verið að einhverjir fleiri neytendur finni fyrir sama viðmóti og færi viðskipti sín annað.

Spurning hvort þessi maður myndi segja við viðskiptavin sem kæmi á bíl, til dæmis mertkun X-D: - Þetta er svona alltaf hjá ykkur Sjálfstæðismönnunum!


Nóttlaus voraldar veröld - fölbleikt/fjölbreytt sólarlag - og -upprás

Enn er eilíft vor og engan gæti grunað að einhvern tíma myndi ekki birta hér um slóðir. Fyrir okkur sem vökum og skrifum á nóttunni er ævintýraheimur út um alla glugga og í nótt og fyrrinótt greip ég myndavélina og festi hluta af dýrðinni, sólarlag í kvöld og sólarupprás í fyrrinótt, í minni - í orðsins fyllstu merkingu. Njótið vel:

CIMG2805

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2794

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2807 

 

 

 

 

 

 

CIMG2801

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2806


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband