Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Eðalveður, góður útifundur og smá útivist til tilbreytingar
8.11.2008 | 21:52
Þetta byrjaði allt með því að leggja bílnum á Bjarkargötunni, upp við Hringbraut, til þess að komast bæði á Þjóðminjasafnið með Peter frænda og síðan á fundinn á Austurvelli klukkan þrjú ásamt Peter (sem skildi ekkert, en sá gula Bónus-fánann dreginn að húni) og Helgu vinkonu. Fallegt að fara meðfram Tjörninni en eitthvað var drullupollurinn við hliðina á ráðhúsinu óhrjálegur, verið að hreinsa laufin og á meðan ekki ýkja skemmtileg lyktin, en tók fljótt af. Fundurinn var fínn og fjölmenni mikið.
Svo þegar ég kom heim í kvöld skrapp ég í kvöldgöngu með Ara mínum og prófaði nýjan göngustíg á nesinu okkar góða. Veðrið stillt og nokkrir á ferði auk okkar hjónanna, bæði ungir sem eldri, munar alltaf miklu þegar stillur eru eins og í kvöld. Fallegt kvöld og yndislegur göngutúr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook
Framhaldið - sér einhver hvernig næstu skref verða?
7.11.2008 | 21:11
Fjárkúgunarákvæði?
6.11.2008 | 16:46
Þessi leynd og leynimakk eru hættuleg. Það sem kvisast út gefur fullt tilefni til að hafa áhyggjur og í þessu tilviki þurfa viðræður að fara fram fyrir opnum tjöldum, áður en búið að að binda þjóðina á klafa sem hún ekki kærir sig um.
Sláandi fregnir úr för þingmannanefndar með Árna Þór Sigurðsson og Katrínu Júlíusdóttur innanborðs til Brussel. Það virðist varla fara á milli mála að verið er að reyna að kúga okkur til að setja inn ákvæði í samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (ef af verður) sem felur í sér að sjónarmið Breta og ef til vill Hollendinga líka, verða höfð að leiðarljósi en ekki hagsmunir Íslendinga, sem þó þurfa bæði að sæta ákvæðunum og greiða lánin til baka. Nógu slæmt er að dansa eftir takti IMF sem hefur gefist ýmsum Asíuþjóðum illa, og við súpum þegar seyðið af með hrikahækkun stýrivaxta, sem sagt er að sé meðal ákvæðanna. Ef ESB-þjóðir eru í ofanálag að beita sjóðnum fyrir sig til þess að valtra nú endanlega yfir litlu þjóðina okkar, þá er það nú að bíta hausinn af skömminni. Ekki nóg með að ákvæði EES hafi komið okkur í þessa stöðum (að sögn viðskiptaráðherra) með því að skylda okkur til að leyfa hömlulausa uppbyggingu litlu íslensku bankanna á EES svæðinu, fyrir lánsfé. Heldur er nú verið að beita okkur kúgun stóru þjóðanna, ekki síst í krafti ESB. Forsíður Mogunblaðsins og Fréttablaðsins í dag eru sláandi sönnun þess. Þarf að stafa þetta ofan í okkur?
Þingmenn með bundið fyrir augun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook
Góður fundur um ESB, bankana og kreppuna
6.11.2008 | 00:39
Gersamlega frábær kosninganótt
5.11.2008 | 03:02
Fyrir fjórum árum sátum við Nína systir hnípnar á kosninganótt og fylgdumst með ferli sem margir hafa eflaust nagað sig í handabökin yfir að bera ábyrgð á. Í nótt eru Nína og Anne og ábyggilega fleira gott fólk sem ég þekki á fullu að fagna í New Mexíkó, þar sem þær hafa verið alveg á fullu í kosningabaráttunni að undanförnu, Nína tók sér frí frá kennslunni í East New Mexico University í dag til að vinna á kosningaskrifstofunni. New Mexíkó var lykilríki og er komið til Obama. Jess!!!!
Við Óli fórum á kosningavöku bandaríska sendiráðsins á Grand Hotel fyrr í kvöld (ég fór í penan jakka yfir Obama-bolinn minn, en samt þannig að hann naut sín vel), mjög margt fólk og áhugavert að skreppa þangað, en til þess að fylgjast almennilega með er miklu betra að vera hér heima með net, sjónvarp sem heyrist í, og bara öll þægindi. Hitti gömul skólasystkini, Heimssýnarfólk, VG og fleira gott fólk á kosningavökunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook
Lengi getur vont versnað og bankakreppan er að koma alls konar furðulegheitum upp á yfirborðið. Það er vissulega algengt að almennum starfsmönnum sé lánað fyrir hlutabréfakaupum, hef aldrei heyrt af því að lán þeirra séu afskrifuð, en vera má að það gerist í fleiri fyrirtækjum. Hugsunin er auðvitað að láta þá hafa persónulega hagsmuni af því að fyrirtækinu gangi sem best, kaup eða kaupréttur á hlut á ákveðnu verði og möguleiki á að selja á öðru verði. Tvisvar man ég eftir að hafa átt slíkan kauprétt, en í báðum tilfellum LÆKKAÐI hluturinn en hækkaði ekki, svo slík kaup hefðu ekki verið arðbær ef ég hefði slegið til (sem ég gerði ekki), þvert á móti reyndar. Almennt held ég að margir almennir launamenn hafi tapað á þátttöku sinni í eignarhaldi á fyrirtækinu sínu, þótt alltaf séu einhver dæmi um hið gagnstæða.
Kemur þá að þætti hinna stóru karlanna. Þar virðist niðurstaðan vera gefin fyrirfram og reglurnar ,,aðlagaðar" að því að þessi niðurstaða fáist. Nokkrir stórir fá lánað til stórinnkaupa á hlutum og svo er fundin aðferð til að láta þá koma út með stórgróða. Er ég að sleppa einhverju úr? Virkar þetta ekki einmitt svona? - Nema núna kom bankakreppa og vonandi verða spurningarmerki sett inn á réttum stöðum og niðurstaðan ekki sú að ,,litli bankamaðurinn" sem kannski var undir þrýstingi að kaupa sinn hlut (og jafnvel að borga fyrir hann, eða tóku allir lánin sem voru afskrifuð?) tapi sínu en þeir stóru og ríku haldi öllu og meiru til. Það er alltaf möguleiki að fleiri reglum hafi verið breytt - eftir á, miðað við þær fréttir sem við fáum daglega er ekkert útilokað.
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsviðburður í uppsiglingu: Obama kjörinn á morgun?
3.11.2008 | 12:25
Játning: Ég mun sakna kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Hún hefur svo sannarlega verið upplyfting á rysjóttu hausti. En sem sagt, annað kvöld ráðast úrslitin, hvort Obama ,,fær" að sigra eða hvort einhver bolabrögð verða möguleg til þess að koma í veg fyrir það. Ég er ekki búin að gleyma Florida fyrir átta árum.
Hér eru nokkrar svipmyndir úr baráttunni, að því litla leyti sem ég átti kost á að koma nálægt henni, sannarlega gaman.
Hver er fréttin?
2.11.2008 | 21:04
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook
Þjóðarsálin endurómar í Kringlunni
2.11.2008 | 20:46
Hef ekki komið við í Kringlunni í háa herrans tíð, ef frá er talinn skottúr í eina búð og út aftur. En í dag vildi svo til að öll erindi okkar mömmu mátti leysa þar, og í takt við þjóðfélagsástandið verslum við auðvitað í lágvöruverslunum. Hitti eina manneskju ásamt fjölskyldu sinni sem þurfti að drífa í að innleysa gjafabréf í verslun sem orðrómur er um að standi tæpt. Hitti konu sem tengist mér fjölskylduböndum, sem ég hef ekki hitti lengi, gaman að spjalla við hana. Þegar við vorum báðar búnar að versla í matinn rákumst við aftur saman og ég get ekki sagt að ég hafi orðið hissa þegar hún sagði: Getur verið að það sé farið að bera á vöruskorti? - Ekki spurning, svaraði ég, og þannig er það, það vantar inní, en það merkilega er, það gerir bara ekkert til!
Nýja Ísland er geðfelldara en gamla Ísland, þótt ekki sé það gallalaust. Hinir hrikaríku eru ekki lengur í tísku, húsráð fylla allt í einu síður blaðanna og fólk gefur sér kannski ögn meiri tíma til samskipta. Og auðvitað tala allir um kreppuna og kreppuráð, og enn eru þau ekki orðin leiðigjörn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook
,,Hitt" kvikmyndaþema helgarinnar: Forseta(kosninga)kvikmyndir
2.11.2008 | 12:52
Kvikmyndir | Slóð | Facebook