Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Sjaldan hef ég flotinu neitað
22.6.2007 | 23:01
Bleik þvottavél
22.6.2007 | 20:10
Tóm steypa
22.6.2007 | 18:58
Stelpurnar okkar - 5:0
21.6.2007 | 23:09
Stelpurnar okkar! ... og aðrar staðreyndir lífsins
21.6.2007 | 21:32
ESB aðferðin: Ef ,,rétt" niðurstaða fæst ekki þá skal kjósa aftur og aftur og aftur ...
20.6.2007 | 22:46
Mörg og misvísandi skilaboð varðandi álver á suðvesturhorninu núna í dag. Fátt kemur á óvart, í Vogunum eru skiptar skoðanir um hvort sækjast eigi eftir álveri í túnjaðarinn, Þorlákshöfn verður kannski ekki eins umdeild og aðrir staðir af því þar virðist vera ,,stemmning" fyrir álveri en furðufrt dgsins, sem var ýmist dreginu upp eða til baka, var sú að kannski ætti að taka upp umræðuna í Hafnarfirði, með því að stækka álverið til sjávar í stað þess að stækka það til lands. Orðhengisháttur ef nú á að túlka kosningarnar í Hafnarfirði sem andstöðu við ákveðna tegund stækkunar sem fólst í deiliskipulagstillögu, í stað þess að skilja að það var stækkun álversins sem var hafnað. Vissulega eru fréttir af þessu vísandi til hægri og vinstri, en ef þetta yrði ofan á, þá væri tæplega stætt á öðru en að láta borgarana segja sína skoðun.
Ef til þessa kæmi yrði komin upp staða sem minnir mest á aðferðafræði ESB að ef ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í fyrstu kosningum þá er bara að kjósa aftur, og aftur. Þannig fór þegar Maastricht-sáttmálinn var felldur í Danmörku og þannig hafa Norðmenn nú þegar kosið tvisvar um aðild að ESB og bara tímaspursmál hvenær þeir kjósa í þriðja sinnið. Formlega séð er það auðvitað ekki að undirlagi ESB en málið hefði aldrei verið á dagskrá í Noregi ef það hefði ekki verið með fulltingi ESB.
En þessar fréttir eru reyndar kafnaðar í hrifningu meiri hluta íbúa Voga á því að fá álverið til sín. Leitt að heyra, hef fulla samúð með fólkinu sem fluttist í Vogana til að vera nálægt fallegu hrauninu og náttúrunni sem mér finnst alltaf svo falleg á Suðurnesjum.
,,Óútskýrði" launamunurinn útskýrður
20.6.2007 | 00:28
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook
19. júní - bleikir skór og mamma
19.6.2007 | 00:55
19. júní er runninn upp. Það verður ekki vandamál að finna bleik föt að fara í, nema hvað buxurnar verða varla bleikar í þetta sinn, á einar, en þær eru ,,íþrótta-" og ekki innan klæðakóða vinnunnar minnar. Hins vegar er ég búin að taka til bleiku tölvutöskuna mína, sem ég nota bara spari (bleikt er viðkvæmt fyrir óhreinindum og töskuþrif erfiðari en fataþrif). Og svo er gaman að velja sér bleika skó til að fara í. Svolíitð svag fyrir bleikum skóm, þeir sem eru uppi í skóhillu eru aðeins sýnishorn, einhvern tíma þyrfti ég að safna þeim öllum saman og taka aðra mynd. Mér skilst að ég sé til dæmis ein af fáum sem eiga bleika Timberland útivistarskó - sé ekki þversögnina sem sumir þykjast sjá í því.
En 19. júní er samt aðallega dagurinn hennar mömmu. Hún á nefnilega afmæli á kvenréttindadaginn og vel við hæfi. Ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og ávallt og ævinlega mikil kvenfrelsiskona. Seinustu árin höfum við skroppið út að borða á afmælisdaginn hennar og ætlum að halda þeim sið þennan afmælisdag sem aðra. Þótt hún sé ekki sama bleika týpan og ég, þá skartar hún alltaf góðum, bleikum klæðum á þessum degi, frá því Feministafélagið fann upp á þessum frábæra sið, að mála bæinn bleikan 19. júní. Mamma sómdi sér hins vegar mjög vel í rússkinnsjakkanum sínum á víkingahátíðinni í fyrradag, þar sem jarðlitirnir áttu frekar við en 19. júní bleiki liturinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook
Dúmbó og Steini sigra handboltaleik, eða þannig
17.6.2007 | 21:46
17. júní á Álftanesi eins og risastórt ættarmót og nunnur á víkingahátíð
17.6.2007 | 19:41
17. júní er alltaf góður og það átti svo sannarlega við í dag sem aðra daga. Milt og fallegt veður, hátíðarstemmning á Álftanesi, kvenfélagsgarðurinn er orðinn svo flottur og hátíðarstemmningin var alveg yndisleg. Á 17 júni mæta allir Álftnesingar sem vettlingi geta valdið í kvenfélagsgarðinn þar sem hátíðardagskráin er alltaf vel þegin. Núna slógu unglingarnir í Acid við og fyrsti bæjarlistamaðurinn var valinn, Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem var valinn í þessum mikla listamannabæ okkar, þar sem við eigum eiginlega svo marga góða listamenn að helst þyrftum við að úthluta fimm manns bæjarlistamannatitli svo allir lifi að ná þeim heiðir sem skilið eiga. En þetta er auðvitað var okkar ríkidæmi. Hannes Pétursson og Helga Ingólfsdóttir voru líka heiðruð sérstaklega og vel að því komin. Svo mættu ALLIR í kvenfélagskaffið, og þegar ég segi ,,allir" þá er það svo sannarlega rétt, rétt um lokun kláruðust birgðir kvenfélagsins sem hefði átt að duga í fermingarveislur heils árgangs. Þessar trakteringar eru löngu orðnar landsfrægar, enda foreldrar og frændfólk margra Álftnesinga mættir á staðinn, þeirra á meðal stór hópur úr minni tengdafjölskyldu, foreldra nágrannakonunnar, einn vinstri grænn úr Vogunum, bróðir mannsins á næsta borði, ég veit ekki hvað ég á að hætta. Ég held ég vitni í orð eins Kópavogsbúa sem var orðinn tíður gestur á þorrablótunum okkar: Ég held þið ættuð að fara að skipuleggja helgarferðir á Álftanes! Eftir hátíðarhöldin á nesinu ákváðum við mamma að skjótast í bíltúr og enduðum á víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Mikið rosalega kom hún skemmtilega á óvart, svo flott handverk og frábært mannlíf. Alþjóðlegt yfirbragð og skemmtileg stemmning. Þarna var Jörmundur Ingi að gefa saman hjón, alls konar elddansar og fleiri atriði voru til skemmtunar og eldsmiðir að störfum ásamt ótal öðrum handverksmönnum.
Og ekkert smá krúttlegt að rekast á nokkar nunnur á Víkingahátíð! Lifi margbeytileikinn, þarna voru krakkar að leika sér, vinnufélagar í fullum víkingaklæðum og hátíðarstemmning sem sannar það sem ég hef heyrt svo marga segja: Þessi víkingahátíð hlýtur að vera komin til að vera.