,, ... og aldrei ţađ kemur til baka" - Áriđ sem viđ erum ađ kveđja var ár búsáhaldabyltingarinnar - ekki Icesave!
31.12.2009 | 03:05
Mér finnst alltaf svolítiđ tregablandiđ viđ áramótin, ađ hlusta á ađ áriđ sé liđiđ í aldanna skaut ,, ... og aldrei ţađ kemur til baka. Nú gengin er sérhver ţess gleđi og ţraut, ţađ gjörvallt er liđiđ á gleymskunnar braut, en minning ţess víst mun ţó vaka." Var ţetta ekki einhvern veginn svona? Alla vega er ţetta stafađ ofan í okkur ... ţađ er fariđ! Nú veit ég í sjálfu sér ekki hvort ţađ eru meiri tímamót í 31. desember en t.d. 12. september eđa 30. mars, en ţessi tímasetning var valin og viđ sitjum uppi međ hana í okkar árlega uppgjöri. Um ţessi áramót og hin seinustu hef ég stađiđ mig ađ ţví ađ kveđja árin međ vissum létti og horfa fram á viđ međ smá fiđringi (ekki endilega jákvćđum) í maganum. Samt hefur margt yndislegt og skemmtilegt gerst á ţessum tveimur mjög skrýtnu árum. Og ég er vissulega stolt af ţví ađ tilheyra ţjóđ búsáhaldabyltingarinnar ţetta áriđ. Icesave fór eins og ég bjóst viđ - um ţađ hef ég ekki annađ ađ segja en ţađ sem ég sagđi međ neđangreindri mynd, sem ég hef áđur birt hér á síđunni. Tek ţađ fram ađ ég hef ekki bćtt öđru en Írlandi inn á myndina og ţađ stendur ekki til ađ breyta henni meira. Írlandi var bćtt inn vegna kvartana Íra og Írlandsvina.
En gleđilegt ár og takk fyrir öll gömlu góđu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook