Örlaga- og ævintýrasagan um Elfu Gísladóttur: Eru fordómar gagnvart (meintri) fegurð skárri en aðrir fordómar?

Sérkennilegt að verða vitni að því að Elfa Gísla verður enn fyrir fordómum vegna þess að hún hefur verið talin mjög falleg kona. Ein birtingarmyndin er var umsögn um bókarkápuna (!) á ævisögunni hennar, sem ég tel mig hafa verið hundheppna að fá að skrifa. Þar var kápunni aðallega fundið það til elfakapa.jpgforáttu að vera Hófíar-leg og ekki hægt að misskilja það að slíkt var hið versta mál. Fyrir ykkur sem ekki áttið ykkur á því til hvaða Hófíar er verið að vísa er rétt að taka fram að Hófi var Ungfrú alheimur fyrir allmörgum árum og þótti falleg. Elfa var þekkt andlit á upphafsárum Stöðvar 2 og því ekkert óeðlilegt að hafa andlitið hennar á kápu bókar um hana, jafnvel þótt hún þyki eflaust fallegri en Steingrímur Hermannsson eða Einar Benediktsson, sem ég man ekki betur en að hafi prýtt viðlíka kápusíður án þess að undan væri kvartað. Sjálf er ég hrifin af þessari bókarkápu og finnst hún vel lukkuð, en það er ávallt smekksatriði og reyndar bara einn gagnrýnandi sem taldi hana slæma og það af því að hún væri Hófíar-leg!

Ævisaga Elfu Gísladótturer saga um ótrúlega ævi og aðeins smáhluti hennar fjallar um fordómana sem hún mætti vegna þess að hún þótti falleg. Fáránlega fordóma, alla vega eins og þeir komu fram í lífi hennar, þar sem fyrirfram var ákveðið að hún væri heimsk vegna þess að hún væri falleg. Á þeim tíma (hvernig er það núna?) þótti nefnilega af og frá að kona gæti verið hvort tveggja samtímis. Þetta birtist reyndar í mjög fyndinni mynd í bókinni um Elfu, enda er henni gefið að sjá jafnvel dramatíska hluti í meinfyndnu ljósi. Ævi hennar er þó fyrst og fremst merkileg vegferð konu sem er leitandi, frá því hún var þriggja ára að leita sér að nýjum foreldrum þegar ástandið á heimilinu var erfitt, gegnum þá lífsreyslu að verða ekkja aðeins 26 ára, reyna að fela lesblindu (sem leggst mér vitanlega ekki þyngra á fólk sem er talið fallegt en það sem er talið ljótt) - og vera samt afkastamikil leikkona, lenda í sviðsljósi kjaftasagna og loks að byggja upp menningarmiðstöð á svæði þar sem yfirvöld hafa jafnvel bannað byggingu menningarmannvirkja! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband