Býst viđ ađ margir hafi lent í ţví sama og ég, ađ ,,týna" lögum tímabundiđ, kannski árum eđa áratugum saman. Frumflutningur á Gunnarshólma Atla Heimis ýfđi eitt gamalt ,,týndralaga" sár, ég bara VERĐ ađ finna einhvers stađar ,,Guđjón bak viđ tjöldin" snilldartexta Ţórarins Eldjárn viđ lag Atla Heimis Sveinssonar. Hef orđađ ţetta viđ skólasystkini mín úr Menntó (útskrift 1972) fyrir ótrúlega daufum eyrum. Ţó sungum viđ ţetta lag međ öđru lagi en hinu ágćta lagi Harđar Torfasonar - en ég sakna ţess upprunalega sárt. Fattađi auđvitađ ekkert ađ biđja minn gamla kennara, Atla Heimi, ađ leiđa mig á rétta slóđ og geri ţađ sjálfsagt ekki, viđ hittumst sjaldan.
En fátt er svo međ öllu illt og allt ţađ. Ţetta leiddi mig á slóđir fleiri týndra laga og međ hjálp elsku YouTube fann ég eftir margra ára hlé eitt af fallegustu lögum sem ég hef heyrt, ţađ sem villti um fyrir mér var ađ í ţeirri útgáfu sem ég heyrđi á sínum tíma var textinn ekki eins, ţá var nefnilega til sameinuđ Júgóslavía.